28. mars 2006

Tungumál

Afrikaans er, þrátt fyrir að vera ekki opinbert tungumál, útbreiddasta
málið hér í Namibíu. Hljómar svolítið undarlega í eyrum, en engu að
síður á það ýmislegt sameiginlegt með íslensku. Sum orð hljóma mjög
lík, en í dag heyrði ég orð sem er bara nákvæmlega eins á báðum þessum
málum. Þannig var mál með vexti í dag, að ég var í könnunarferð í
Okahandja, sem er u.þ.b. 70 km. frá höfuðborginni. Ég var að skoða tvö
möguleg verkefni í vinnunni. Kem ég í frekar hrörlegan húskofa og er
þar að ræða málin við konu eina sem hefur það m.a. fyrir stafni að gefa
fátækum börnum hádegismat. Hún vill þá endilega sýna mér eitthvað bréf
sem hún hafði fengið og hleypur til að skáp einum og opnar hann til að
sækja möppu. Heyrist þá í henni: „!#&%$#! KAKKALAKKARRR!" Þarna kom
nefnilega lítil herdeild af þessum ófögnuði á móti henni og var hún
ekki alveg sátt við það.

En, þrátt fyrir að ég tali ekki afrikaans, þá skildi ég hana alveg
þarna.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ohhhh það er gott að þú talir mörg tungumál ;)

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...