9. mars 2006

Umhyggja

Æ, mikið er gott að eiga svona umhyggjusöm systkini, sem bera velferð
mína fyrir brjósti. Já, Jóhanna mín, ég skal hugsa til þín í fyrramálið
á Café Schneider. Ég býð þér í morgunmat þegar þú kemur í heimsókn. Þú
getur þá fengið þér þitt rúnnstykki - brötchen eins og það kallast hér
- með einhverju fínu salati og appelsínusafa. Heyrðu, ég fékk mér jú
appelsínusafa á laugardagsmorguninn var. Mjög góður enda nýkreistur.
Fékk mér reyndar líka egg, beikon og te.

Já, hlaupaskór og líkamsræktarkort. Ég skoðaði nú hlaupaskó um daginn,
en það var nú Tinnu að kenna. Hana vantaði skó. Hægt að fá fína skó hér
fyrir 5 þúsund kall íslenskar. Er nú reyndar að skoða að kaupa mér
reiðhjól. Hjólreiðar eru eina líkamsræktin sem ég hef einhvern áhuga
fyrir þessa dagana. Við Rúnar Atli tókum hjólasætið hans með, svo ég
gæli við þá hugmynd að hjóla um götur bæjarins með soninn í
aftursætinu. Leyfi ykkur að fylgjast með ef fjárfest verður í svoleiðis
apparati.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Verði þér að góðu Villi minn...

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...