Hvenær í ósköpunum gerðist það að við börnin hættum að verða mæðrum
okkar til skammar og þær höfðu hlutverkaskipti við okkur börnin?
Var að fá sms frá mömmu frá Kanarí. Orðrétt:
„Heitasti dagur í ferðinni. Ólíft úti. Erum að fá okkur í glas úti á
svölum. Við stelpurnar erum bara á hálfu bikíni. Erum samt að deyja úr
hita. Kveðja frá okkur.“
Sko, ókey með að fá sér í glas úti á svölum. Ekkert við það að athuga.
En þarf blessuð móðir mín að tilkynna mér að hún sitji á almannafæri -
ásamt systur sinni geri ég ráð fyrir - aðeins klædd öðrum hluta
bikínisins? Gat hún ekki bara sleppt því að segja mér það? Hefði sms-ið
ekki alveg komið skilaboðunum jafnvel til skila með því að sleppa þessu
orði: „hálfu“?
Nei, ég bara spyr.
Svo er það annað:
Hvor helmingurinn skyldi þetta vera?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli