23. mars 2006

Kirkjurækni

Á morgnana þegar ég er búinn að skutla Tinnu Rut og Rúnar Atla í skóla
og leikskóla þá liggur leið mín framhjá stórri kirkju. Hún heitir í
lauslegri þýðingu Alheimskirkja Jesús Krists Drottins vors - Konungdæmi
Guðs. Eða eitthvað í þá áttina.

Af hverju er ég að segja ykkur frá þessu?

Jú, þegar ég er á ferðinni þarna, er klukkan rétt rúmlega sjö að
morgni, og iðulega er kraðak af fólki þarna inni. Dyrnar eru alltaf
opnar svo ég sé inn í þann mund sem ég tek vinstri beygju inn á
sjálfstæðisbreiðstrætið. Hvað er þetta fólk að gera þarna svona snemma?

Ekki nóg með það, þegar ég sæki Rúnar Atla í hádeginu, þá er fullt af
fólki þarna líka...

Hér er greinilegt að kirkjurækni fer eftir ríkidæmi. Þeim mun fátækari,
þeim mun meira talar fólk um Guð og þakkar fyrir það sem það á. Þeim
mun ríkari, þeim mun minna hugsað um Guð og þakklæti til hans...

Einhver hélt því fram að ég hefði átt að verða prestur.

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta eru "djúp" komment hjá þér Villi minn.

kk,
Gulla

Nafnlaus sagði...

og hver sagði að þú áttir að vera prestur?

Nafnlaus sagði...

tek undir með Dagmar hver sagði það ???

Annars eru þetta mjög svona djúpar pælingar hehe

Nafnlaus sagði...

Það er gaman að heyra að þú tekur vinstri beygju inná SJÁLFSTÆÐISSTRÆTIÐ Kirkjurækni eða Kirkjur hefur og verður ekki þín sterka hlið Villi minn en gaman er að heyra að Valsarar eins og þú íhuga að með kirkju þú kannski finnur þinn innri mann þarna,hver veit??????????????

Nafnlaus sagði...

Þora KR-ingar ekki að koma fram undir nafni eða...?

Nafnlaus sagði...

Einhver ástæða var fyrir byggingu Kapellu á Hlíðarend

Nafnlaus sagði...

Valsarar eru ávallt staðfastir í sinni trú, það er gott að hafa Sr. Friðrik á kantinum.

Nafnlaus sagði...

Gott er að vera staðfastur en að vera villutrúar eins og ALLIR Valsarar það er slæmt meira segja niður í NAMIBIU!!!!!!!!!!!!!!!!

Nafnlaus sagði...

29.júní og 23.september 2006. Dagsetningar sem munu skilja alvöru karlmenn frá fermingardrengjunum. Amen.

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...