3. mars 2006

Leikskóli

Rúnar Atli er byrjaður á leikskóla. Eftir nokkra leit fannst einn skóli
sem er tilbúinn að taka krakka undir tveggja ára aldri og með bleyju.
Þetta er þýskur skóli, Deutschen Höheren Privatschule heitir hann,
hvorki meira né minna og deildin hans Rúnars Atla heitir Krabbelgruppe,
sem útleggja má sem krasshópurinn. Þessi skóli nær frá ungabörnum til
og með framhaldsskóla. Eins og nafnið gefur til kynna er þetta þýskur
skóli og þýska nýtur forgangs. Fóstrunar eru þýskar og tala þýsku sín á
milli og við börnin, nema þegar enska er á stundatöflunni. Er Rúnari
Atla virðist líka vel þarna. Er reyndar aðeins búinn að fara tvisvar,
en var til í að fara til fóstrunnar í morgun. Grét auðvitað, en hætti
víst um leið og ég fór. Þarna eru rúmlega 20 krakkar, geta mest orðið
26, og fjórar fóstrur. Reyndar tvær þýskar fóstrur, ein namibísk og
síðan er alltaf sjálfboðaliði frá Þýskalandi, sex mánuði í senn.

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...