5. mars 2006

Athugasemdir

Rétt smáathugasemdir vegna athugasemda.

Hún fröken - sennilega bráðum frú - blogglata á Suðureyri var
eitthvað að væla yfir að geta ekki sett inn athugasemdir á færslurnar
mínar. Ég er nú ekki alveg viss hversu spennandi er að fá misgáfulegar
athugasemdir - Davíð má taka þetta til sín; sjá hér eftir nokkrar línur
- en ég er þó búinn að opna fyrir athugasemdir. Áskil ég mér þó allan
rétt til þess á loka á svoleiðis ef fólk fer eitthvað að tapa sér í
einhverjum tittlingaskít.

Svo var það hann Davíð. Já, hans smávægilega athugasemd um tertuna sem
ég bakaði á Valentínusardaginn: „Bettý?“ spurði hann. Sko, þessir
heilaþvegnu heildsalasölumenn á Íslandi sem halda greinilega að Ísland
sé dæmigert fyrir allan heiminn, ættu nú aðeins að athuga staðreyndir
áður en farið er að sletta fram einhverjum misgáfulegum - kemur þetta
orð aftur - athugasemdum. Þannig er nefnilega mál með vexti - veit í raun ekki
hvort það er nokkuð slæmt - að hún Bettý þessi þekkist einfaldlega ekki
í betri búðum í Namibíu. Og svosem ekki í hinum búðunum heldur. Ef menn hafa áhuga á einhverju þess háttar fúski í bakstrinum, þá er reyndar
mikið úrval af Pillsbury vörum. Mér er sagt að þær komi ágætlega út. Ég
þekki það ekki af eigin raun, því ég baka mínar tertur frá grunni, og
athygli hefur vakið að marensarnir mínir eru heimabakaðir! Já, ég ætti
kannski að láta fylgja sögunni að á sprengidag mætti ég með aðra tertu
í vinnuna, í tilefni afmælis starfsfélaga. Á henni var líka marens...

Er hægt að kaupa marens frá henni Bettý? - held nú ekki.

Svo mörg voru þau orð.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Kæri Villi minn
Nú sé ég mig knúna til þess að segja eitthvað auðvitað mjög gáfulegt við hverja færslu hjá þér. Auðvitað um vel hugsað og allt það hehe
Kv. úr frostinu á Íslandi

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...