Tinna Rut fór til augnlæknisins aftur í morgun. Það var smábreyting frá
síðast. Þá var -0,75 á báðum augum, núna var -0,50. Læknirinn - kona í
þetta sinn - sagði að við skyldum ekki gera neitt að sinni, þetta væri
það lítið að gleraugu breyta litlu svona dags daglega. Hins vegar sagði
hún að þegar kæmi að bílprófsaldri, þá skyldum við láta skoða hana á
ný. Hún sagði að í næturakstri þá væri mikill munur á því að vera með
gleraugu eða ekki. En eins og er, engin ástæða til að gera neitt.
25. mars 2006
Augnlæknafréttir
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...

-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli