8. mars 2006

Verðlag

Svo er nú þetta með blessað verðlagið hér í Windhoek. Bleyjur finnast
mér nokkuð dýrar. Pampers bleyjur nr 5 með 70 bleyjum eru á u.þ.b. 150
namibíudali. Sjálfsagt í kringum 1.600 kr. sem er nokkuð meira en heima
á klakanum. Enda kaupir fátæka fólkið ekki svona bleyjur, hefur nóg
annað við peningana að gera.

En allt aðra sögu má segja um mat, þar er verðlagið nú miklu mun
þægilegra hér en heima. Tökum kjúklingabringur sem dæmi - skinnlausar.
Ekki man ég nú hversu nálægt tvöþúsund kallinum kílóið af svoleiðis
gersemum kostar á Fróni, enda var nú ekkert verið að fá sér
kjúklingabringur á hverjum degi. Hér hins vegar erum við að tala um
kannski 450 krónur kílóið - sennilega aðeins lægra verð en það. Það er
eiginlega sama hvernig kjöt keypt er, kílóverðið er svona frá 350 til
500 krónur. Enda lifir maður á kjúklingabringum, nautasteikum og
reyktum hamborgarahryggjarsneiðum. Ekkert verið að spara þar.

Morgunmaturinn, ekki má gleyma honum. Ég fer oft á morgnana á lítið
kaffihús rétt hjá vinnunni og fæ mér namibískan morgunmat. Hann er nú
ekkert rosalega frumlegur eða afríkulegur, einfaldlega beikon og egg,
með ristuðu brauði og tei. En fyrir svona lagað er ég rukkaður um 23
dali og 20 sent, sem samsvarar kannski 250-260 krónum. Ég skil nú
yfirleitt 30 dali eftir á borðinu og er ekkert að biðja um afganginn. Enda
þekkja þær mig orðið vel þessar elskur sem vinna þarna og spyrja mig
einfaldlega: „sama og venjulega?“

Hvað get ég nefnt fleira? Jú, bjórinn, ekki má gleyma honum. Ég kaupi
kippu af bjór á sama verð og morgunmaturinn kostar, svona u.þ.b. 260
krónur. Fínn bjór sem er bruggaður hér, alveg í heimsklassa. Ekki
kostar rauðvínið mikið, flöskurnar svona frá 350 krónum og mjög gott
vín fæst fyrir 600 kallinn. Hvítvínið er síðan ódýrara.

Æ, já, life's a bitch.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Frábært verðlag þarna úti... Passaðu þig bara að verða ekki of feitur af öllum steikunum. Og þó ég bæti einu við en það er blessaði morgunmaturinn þinn. Villi minn Egg og beikon í morgunmat er nú ekki beint það hollasta sem þú færð þér í býtið. Kólesterólið í blóðinu þínu hækkar uppúr öllu valdi ef þetta verður vani og það er nú ekki gott mál. Má ég mæla heldur með rúnstykki og appelsínusafa......

Nafnlaus sagði...

Hmmm... nautasteikur, bjór, egg og beikon.

Þú hefur ekkert spáð í verðlagið á hlaupaskóm eða líkamsræktarkortum?

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...