11. mars 2006

Smá af henni Tinnu Rut

Tinna Rut fór á fyrstu fótboltaæfinguna í skólanum á miðvikudaginn var.
Hún skráði sig í kvennaknattspyrnulið skólans við upphaf annar, en
einhverra hluta vegna eru æfingar einungis nýbyrjaðar. Henni fannst
bara gaman, þ.a. við fórum áðan í fótboltaskóaleiðangur. Búðin sem búið
var að benda okkur á átti bara fótboltaskó í stærð 10! Við fórum því í
flotta íþróttabúð, sem selur flest sem þarf til íþróttaiðkunar. Þar
fékk hún skó, legghlífar og sokka. Voðafínir rauðir Nike skór. Kannski
verður hægt að koma mynd af fótabúnaðinum inn við tækifæri. Núna er hún
sem sagt til í allt, fótboltalega séð a.m.k.

Hún fór líka til augnlæknis í morgun. Hefur eitthvað verið að kvarta
undanfarið um að sjá ekki nógu vel og einnig verið með verki í augum.
Fékk hún bara að fara beint inn í próf, því ekkert var að gera í
búðinni. Niðurstaðan er að hún er nærsýn, bæði augun mælast -0,75. Hvað
sem það nú þýðir. Hann vildi ekkert gera núna læknirinn úr því hún
hefur nýlega fundið fyrir þessu, en bað Tinnu að koma eftir tvær vikur
í aðra mælingu. Sagði hann að úr því þetta væri nýtilkomið þá gæti
sjónin verið að breytast og því væri ekki ráðlegt að bregðast við alveg
strax.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hey segðu Tinnu að frænkan hennar sé staurblind... Ég er með -4,0 á báðum

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...