Henni Tinnu minni gengur mjög vel í skólanum. Hún þarf að taka svokölluð „hringapróf“ í hverri viku, og er fimm vikur verið að fara einn hring, þ.e. að taka eitt próf í hverju fagi. Fyrsta umferðin gekk mjög vel og voru einkunnir hennar eftirfarandi:
Enska 86%
Myndmennt 98%
Stærðfræði 75%
Franska 57%
Landafræði 80%
Saga 74%
Raungreinar 63%
Líffræði 71%
Bókfærsla 100%
Ekki slæmar einkunnir. Meðaltalið er 78,2%. Í frönsku er hún í aukatímum í frönsk-namibísku menningarmiðstöðinni, en hún er ári á eftir hinum nemendunum. Ég efast ekki um að frönskueinkunnin eigi eftir að batna þegar líður á árið. Pabbinn er voðastoltur af dóttur sinni. Báðar dæturnar hafa jú alltaf staðið sig vel í skóla, sem betur fer.
Hér er svo mynd af henni Tinnu Rut í skólabúningnum sem svo mikið mál var að kaupa. Myndin var tekin að morgni fyrsta skóladags.
11. mars 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
-
Þá er komið að því að ræða viðhaldið. Nei, nei, hvað er að ykkur? Skammist ykkar. Auðvitað er allt er í fínu hjá okkur Gullu. Ja, a.m.k....
1 ummæli:
Flott hjá Tinnu minni ;)
Skrifa ummæli