25. mars 2006

Drykkjurúturinn hann ég

Í gærkvöldi hringdi Doddi og á meðan við spjölluðum saman þá rifjaðist
upp fyrir mér að ég hafði ætlað að deila með ykkur drykkjusögu minni úr
ferðalaginu um síðustu helgi.

Er ég var að hafa mig til og setja í nýkeypt kæliboxið tók ég þá
fjóra bjóra sem ég átti inni í ísskáp og setti þá ofan í boxið. Var nú
að velta fyrir mér hvort þetta mundi duga í ferðalaginu. Hvort ég ætti
kannski að kaupa kippu til viðbótar. En lét nú ekki verða af því og fór
því klifjaður fjórum bjórum og einni hvítvínsflösku. Sú hafði líka
staðið inni í ísskáp.

Þegar við síðan komum til baka og ég fór að ganga frá úr kæliboxinu, þá
komu í ljós þrír bjórar og hvítvínsflaska sem fóru inn í ísskáp á nýjan
leik. Sem sagt, einn bjór var drukkinn á þessum þremur kvöldum sem ég
var í burtu.

Kallast þetta að þroskast.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú ert orðinn gamall og farið að förlast

Nafnlaus sagði...

Ohh Villi þorskaði hahaha

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...