26. mars 2006

Kippir i kynið?



Einhvern tímann var hún móðir hans Rúnars Atla uppvís að svolítilli tekíla smökkun. Ég var nú ekki viðstaddur, en Óli Siggi er víst mjög áreiðanleg heimild um þennan atburð. En eins og margir vita fylgir því oft með tekílanum að bragða á salti, kreista upp í sig sítrónusneið og sturta svo í sig guðaveigunum. Ég þekki þetta nú ekki mjög vel sjálfur, er frekar óreyndur á þessu sviði. Er samt ágætis náungi engu að síður.

Saga þessi af móður hans kom upp í huga mér í dag. Við vorum á einu af fínu hótelum bæjarins að kveðja samstarfkonu okkar, en hún er að flytja heim. Rúnar Atli og Víðir voru eitthvað að bardúsa saman, skoða fiska o.fl., og síðan fer Víðir að taka drenginn í kennslustund.

Í hverju fólst kennslustundin? Jú, í saltsmökkun...

Rúnari Atla virtist líka þetta vel - ánægja af saltinntöku er kannski í genunum.

Hvað með tekílað?

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já ég hef nú eitthvað heyrt af þessari sögu um ónefnda konu og tequíla drykkju ;)

Nafnlaus sagði...

Ok, ég verð að leiðrétta þig.

Það er salt - tekíla - sítróna

Nafnlaus sagði...

Þú ert sko líka uppáhaldsbróðir minn kæri Villi .....

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...