Vinnuviku lokið. Enn einni. Framundan er löng helgi hjá mér og börnum.
Fjögurra daga helgi meira að segja. Á þriðjudaginn kemur er
þjóðhátíðardagur Namibíu, landið verður 16 ára gamalt 21. mars
næstkomandi. Skólarnir hér nota því tækifærið og gefa frí á mánudag og
fá þar með fjögurra daga helgi. St Paul's er engin undantekning þar á.
Við ætlum því að bregða undir okkur betri fætinum og fara í ferðalag. Á
morgun leggjum við í hann og förum í einhvern hlébarðagarð, svona 250
km frá Windhoek. Er þetta á að giska miðja vegu milli höfuðborgar og
strandar. Þarna ætlar einhver slæðingur af Íslendingum að koma saman og
grilla og njóta samverunnar á því ylhýra.
Á sunnudag höldum við svo aftur af stað og ökum til Swakopmund. Þar er
meiningin að gista í tvær nætur aðallega svo hún Tinna mín geti farið á
fjórhjól. Hún hefur eingöngu farið sem farþegi, en núna ætlar hún sko
að vera ein á tækinu. Það er mjög gaman að þeysa um sandöldurnar eins
og sumir lesenda minna geta borið vitni um.
Á mánudagsmorgun þarf ég aðeins að vinna. Fer á tvo fundi, en það er nú
lítið mál. Hún Tinna Rut sér bara um guttann á meðan. Svo verður haldið
til baka á þriðjudeginum.
3 ummæli:
Hvað maður gæfi ekki fyrir að fá að þeysast um sandöldurnar aftur
OHHHH mig langar líka !!!!!!!!
eg fer thangad i agust og er farinn ad reikna dagana thangad til vid Emil theysumst um sand öldurnar a fjorhjolum.
Doddi
Skrifa ummæli