Líklega í tilefni fyrsta í vori í dag og brottfarar Tinnu Rutar í gær þá datt mér í hug að Tinna er u.þ.b. hálfnuð með skrýtið tímabil.
Hinn langa vetur.
Sl. desember fór hún frá Namibíu til Íslands og þaðan til Kanada. Lendir þar í harðari vetri en hún hefur nokkurn tímann á sinni ævi upplifað. Um mánaðarmótin apríl-maí þá mætir hún aftur til Namibíu. Þá er vetur að hefjast þar í landi. Hún er þar heilan vetur. Degi fyrir fyrsta í vori þá yfirgefur hún landið. Fer til Íslands og þaðan til Kanada.
Vetur að hefjast þar.
Mér sýnist að Tinna Rut muni ekki upplifa sumar fyrr en í maí á næsta ári.
Þá verður hún búin að vera eitt og hálft ár í stanslausum vetri.
Skyldi svona nokkuð ekki geta haft áhrif á geðheilsu fólks?
1. september 2010
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
2 ummæli:
Vinur minn og íbúðarfélagi á fyrra námsárinu í Bretlandi var að taka sinn fjórða vetur í röð, Nýja Sjáland - Japan - Nýja Sjáland - England.
Hann var ánægður að sjá sumarið þó vetur í Wellington sé nú ekki svo hræðilegur
úpps.... En þetta er allt í lagi þvi ég er í geðhjúkrun þessa önnina og get reddað dömunni ef þetta verður eitthvað erfitt og myndað team með sálfræðing fjölskyldunnar..... já gæti svo ekki sagnfræðingurinn flett upp hemildum um erfitt sálarlíf síðustu aldirnar, Dagmar saumar eitthvað hlýtt og notalegt fyrir hana og þú hagfræðingurinn reiknað út líkurnar á þvi þetta verði eitthvað langdreginn vetur hjá henni.Mamma má svo stjórna þessu öllu og haft góða yfirsýn. Vertu alveg rólegur Villi minn, daman verður í góðum höndum ef í harbakkann slær :) VIÐ REDDUM ÞESSU ÖLL SEM EITT
Skrifa ummæli