Í strand- og ferðamannabænum Swakopmund sitja um þessar mundir á rökstólum háttsettar sendinefndir frá Namibíu og Suður-Afríku. Er verið að ræða öryggis- og varnarmál.
Að sjálfsögðu jókst viðbúnaður namibískra lögreglusveita vegna þessa fundar. Ferðast lögreglumenn um Swakopmund og nágrenni gráir fyrir járnum.
Einn íbúi bæjarins segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti við tvo sprengiefnasérfræðinga lögreglunnar.
Íbúi þessi á og rekur eðalsteinabúð í Swakopmund. Eitt af áhugamálum hans er að rölta um fjöruna meðfram bænum með málmleitartæki og grafa upp hitt og þetta skran sem hann finnur með hjálp tækisins. Fyrr í vikunni var hann að dunda sér við þetta þegar hann veit ekki fyrr en lögreglumennirnir tveir stöðva hann og fara að spyrja hann spjörunum úr.
Leist vesalings manninum ekki á blikuna, því lögreglumennirnir voru víst mjög ágengir. „Var eins og þeir væru að leita að afsökun til að handtaka mig,” sagði hann. „Var mér farið að líða illa og vissi ekki hverju ég ætti von á,” bætti hann við.
En fyrst tók þó steininn úr þegar lögreglan sakaði manninn um að villa á sér heimildir. „Þú ert greinilega ekki Namibíumaður,” sögðu þeir með ásökunartóni. „Þú ert örugglega ...
... Íslendingur!”
Það var nefnilega það.
Ekki skyldi mig undra ef maðurinn ætti í vandræðum með svefn eftir svona ásökun.
Skyldi Interpol vera búið að gefa út almenna handtökuskipun á Íslendinga, sama hvar þeir nást? Kannski er best að láta fara lítið fyrir sér það sem eftir lifir árs.
En, ein spurning vaknar:
Hver skyldi refsingin vera fyrir að vera Íslendingur?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...

-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Eftir rúman sólarhring í Amsterdam þá er helst tvennt sem mér finnst einkenna borgina. Annars vegar síkin, sem liggja í sívaxandi hálfhring...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli