Ég heyrði merkilega sögu í dag. Hún er svo ótrúleg að hún hlýtur að vera sönn. Engum dytti í hug að skálda svona.
Maður einn keypti sér hús í bæ sem nefnist Rehoboth. Bær þessi er 90 km fyrir sunnan Windhoek. Fylgdi sögunni að hús þetta hefði kostað yfir milljón Namibíudali (17 milljónir króna). Rehoboth þykir ekkert mjög spennandi bær, þ.a. líklega hefur þetta verið þokkalega stórt hús.
Skömmu eftir kaupin ákveður maðurinn að bæta herbergi við húsið. Svoleiðis nokkuð er algengt hérna, enda húsbyggingar frekar einfaldar. Yfirleitt eru hús hlaðin úr múrsteinum og svo múrað yfir. Allavegana, þá er ráðist á útvegginn þar sem bæta á herberginu við og farið að brjóta niður dyraop.
Hvað haldiði að komi í ljós?
Jú, húsið var ekki byggt úr múrsteinum, heldur tómum gosdósum sem fylltar voru af einhverju rusli og drasli.
Heilt hús byggt úr gosdósum og svo múrað yfir allt.
Þetta kallar maður að kaupa köttinn í sekknum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...

-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Eftir rúman sólarhring í Amsterdam þá er helst tvennt sem mér finnst einkenna borgina. Annars vegar síkin, sem liggja í sívaxandi hálfhring...
1 ummæli:
Er eitthvað skilagjald á dósunum? Svona til að lágmarka tjónið.
Skrifa ummæli