Rakst á grein í suður-afrískum viðskiptafréttamiðli í morgun. Þar var rætt um forstjóralaun í Suður-Afríku og því velt fyrir sér hvort þau væru of há. Umræða um forstjóralaunin skýtur við og við upp kollinum þarna suðurfrá. Ekki síst er það í tengslum við laun ríkisforstjóra.
En fréttin í morgun var almennt um forstjóralaun, ekki bara um ríkisforstjóra. Vitnað var í fyrirlestur starfsmanns Suður-Afríkudeildar PriceWaterhouseCoopers. Ýmislegt fróðlegt kom þar fram. T.d. að meðalforstjórinn í S-Afríku þénar 4 milljónir randa á ári. Það gerir u.þ.b. 68 milljónir króna á ári ef miðað er við Visa-gengið. Góðar 5,6 milljónir króna á mánuði.
Hvað skyldi nú verkafólkið þéna? Jú, 42.000 rönd er sagt að lægstlaunuðu fái. Í íslenskum gerir það 714 þúsund.
Á ári, vel að merkja. Tæplega 60 þúsund krónur á mánuði.
Á árunum 2006 til 2009 tvöfölduðust laun forstjóra, en laun verkafólk hækkuðu 30% á sama tíma.
Haft var eftir fyrirlesaranum að dæmi væru um að forstjórar fengju 300-föld laun á við almennan starfsmann sama fyrirtækis. Inni í þeim tölum væru taldir með bónusar, kaupaukar og þess háttar.
Hins vegar, á fyrirlesarinn að hafa sagt að forstjórarnir væru ekki of hátt launaðir.
„Í alþjóðlegum samanburði eru þetta ekki of há laun,” sagði maðurinn.
Skrýtið... mér finnst ég hafa heyrt þetta einhvers staðar áður...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
1 ummæli:
Það er sama lykt af skítnum hvort sem er í Afríku eða á Íslandi.
Skrifa ummæli