Við Gulla skruppum á kaffihús fyrr í dag. Tvö ein. Einstaka sinnum verða hjón jú að fá smátíma útaf fyrir sig.
Við ræddum heimsins gagn og nauðsynjar, ástandið á Fróni og svo auðvitað reyndum við að skipuleggja framtíðina. En, í hreinskilni skilaði umræðan nú litlu „konkrít” svo maður sletti aðeins.
En kaffihúsið var skemmtilegt. Þetta er staðurinn þar sem afmælisveislan hans Rúnars Atla var haldin um daginn. Núna er farið að hitna hressilega hér í Windhoek og stundum er hreinlega of heitt að sitja úti, þótt í skugga sé.
Eigendur þess kaffihúss hafa fundið skemmtilega lausn á því vandamáli.
Undir segldúknum, sem teygir sig yfir nær allt útisvæði kaffihússins og veitir skugga, er mjó vatnsslanga. Með stuttu og reglulegu millibili fara úðarar á slöngunni í gang. Skila þeir yfir mann örfínum vatnsúða. Verður að segjast að þetta er snilldarlausn á hitanum. Merkilegt hvað fimm eða tíu sekúndur af þessum fína úða kæla mann niður.
Enda sátum við lengur en við gerum venjulega á kaffihúsum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli