28. september 2010

Nafn borið með rentu?

Öðru hverju sé ég umræðu um klúður bifreiðaframleiðenda þegar valið er nafn á nýjar gerðir bíla. Vandamálið er jú sá aragrúi tungumála sem talaður er í heiminum. Þessi grúi leiðir til þess að stundum veljast nöfn sem eru dónalega á einhverjum tungumálum.

Mér datt þetta í hug í dag. Þá sá ég bíl, reyndar frekar lítinn bíl, koma á móti mér. Eins og gengur og gerist þá hefur eigandinn splæst í einkanúmer á þennan fína bíl.

Og hvert skyldi einkanúmerið vera?

TIPPI.

Og ekki orð um það meir.

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...