Einhvern tímann man ég eftir að lesa um hávísindalega rannsókn sem gerð var til að átta sig á því hvenær fólk væri ánægt með þjónustu í matvöruverslunum og hvenær ekki. Hluta af afgreiðslufólkinu var uppálagt að snerta hönd viðskiptavinarins þegar peningar voru að skipta um hendur. Hinum hluta afgreiðslufólksins var uppálagt að snerta ekki hönd kúnnans. Fyrir utan búðina voru viðskiptavinirnir síðan spurðir hvort þjónustan hefði verið góð eða ekki.
Komust rannsakendur að því að þeir sem fengu snertingu fannst þjónustan betri. Var munurinn tölfræðilega marktækur.
Mér datt þetta í hug áðan. Ég var í matvöruverslun hérna í Rúndú að kaupa mér eitthvað smálegt. Fer svo að kassanum til að borga. Tek upp úr vasanum fulla lúku af smápeningum og byrja að telja. Eitthvað þótti afgreiðsludömunni ég lengi að þessu. Brá hún á það ráð að grípa utanum hendina á mér, þessa með klinkinu, ýtti hinni hendinni minni frá og fór sjálf að tína peningana úr lófanum á mér.
Telja fyrir mig, sem sagt. Sjálfan doktorinn...
Mikið svakalega er þjónustan nú góð í Shoprite.
17. september 2010
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli