Rúnari Atla var boðið í afmælisveislu í dag. Bekkjarsystir hans átti sex ára afmæli.
Áður en ég segi meira um hana, þá langar mig að nefna að stundum veltum við Gulla því fyrir okkur hvaða áhrif það hafi á börnin okkar að alast upp í útlöndum. Hvaða áhrif hefur það á föðurlandsást, kunnáttu í íslensku, meðvitund um íslenskan menningararf og ýmislegt í þá veruna.
En þessi stúlka sem átti afmæli, úff, hún er svolítið flókið eintak.
Faðir hennar er persneskur (þ.e. frá Íran) og móðirin er þýsk í aðra ættina og kínversk í hina. Sú stutta talar þýsku við móður sína, persnesku við föðurinn og fullkomna ensku við okkur hin.
Hvernig skyldu jólin hjá þeim vera?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli