Mér hefur gengið illa að brýna eldhúshnífana okkar. Var ástandið orðið þannig að maður var í stórhættu þegar átti að brytja grænmeti og ávexti. T.d. þegar reynt er að sneiða tómat með deigum hnífi þá er puttaafskurður ekki langt undan.
Ég á eitt gamaldags brýni hér, svona eins og var notað í frystihúsum í gamla daga. Kannski eru þau notuð enn þar, ég veit það ekki. En einhverra hluta vegna hefur gengið bölvanlega að brýna hnífana með þessu. Eins og ræðarinn sem kennir árinni um ófarir sínar, þá hef ég orðið mjög illar bifur á þessu brýni.
Um daginn varð mér litið í gluggann á skotveiðibúð. Þar er selt allt milli himins og jarðar fyrir skotveiðimanninn. Nema hvað, þar sé ég þetta líka flotta brýni. Með demantsögnum þ.a. hnífurinn á ekki séns. Þetta er voðaflott græja, eins og sést á myndinni hér að neðan.
Ég beið ekki boðanna, heldur fjárfesti í einu svona áhaldi. Kom heim og prófaði. Alveg svínvirkar. Ábyggilega hægt að kljúfa mannshár á lofti með eldhúshnífunum núna.
Utan á kassanum stendur að brýnið sé búið til í S-Afríku. Kemur ekki á óvart, því S-Afríkanar eru snillingar í búa til alls konar græjur sem tengjast veiðum og útivist. Sem ég skoða kassann þá rek ég augun í fyrir hverja þetta brýni sé fyrst og fremst ætlað.
Ég dreif mig og faldi kassann áður en eiginkonan sæi þetta dæmi um karlrembu S-Afríkananna.
Og hverjir eiga svo fyrst og fremst að brýna hnífana?
Jú, húsmæður!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli