24. september 2010

Billegt rauðvín

Við Gulla kíktum í vínbúðina áðan. Gulla er helst fyrir hvítvínið, en ég meira í því rauða. Pinotage þrúgan finnst mér einna best, en hún kemur víst frá Suður-Afríku. Í það minnsta man ég ekki eftir að kaupa mér pinotage flösku sem olli mér vonbrigðum.

Spurning hvort það segi meira um vínþrúguna eða mig?

Algengt verð á rauðvínsflösku er á milli 800 og 1.500 krónur. Auðvitað er hægt að fá miklu dýrara rauðvín ef maður vill.

En, sem ég rölti að kassanum með skammtinn minn þá rek ég augun í tilboð. Flaska af rauðvíni sem nefnist 1659 á 450 krónur, um það bil. Blönduð þrúga, cabernet sauvignon, shiraz og pinotage. Nafn vínsins á uppruna sinn í því að árið 1659 var fyrsta uppskera úr víngarðinum þar sem vín þetta er ræktað. Einhvers staðar hjá Höfðaborg.

Ég stóðst ekki þetta tilboð. Mest eiginlega af forvitni. Hvernig skyldi 450 króna rauðvín smakkast?

Bara vel.

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...