Tók mig til í dag og bónaði svörtu eldinguna hennar Gullu. Verður að viðurkennast að ég er frekar latur við svoleiðis lagað. Enda kostar lítið að láta þvo og bóna bíla hér.
En ég var búinn að lofa frúnni að gera þetta fyrir hana, því síðast var bónunin ekki eins og við vildum.
Ég dundaði mér sem sagt við þetta og var með íslenska tónlist í geislaspilaranum, Helga Björns og Reiðmenn vindanna - Þú komst í hlaðið. Góð plata, ekki síst fyrir okkur Íslendingana í útlöndum.
Við fengum þessa plötu um daginn. Þannig var að tvær íslenskar konur komu hér fyrir nokkru að vinna í táknmálsverkefninu sem hefur verið í gangi í nokkur ár. Önnur kvennanna, Júlía, er heyrnarlaus, eða Döff eins og á að segja.
Nokkrum dögum áður en hún lagði af stað frá Íslandi, þá spurði hún hvort hún gæti komið með eitthvað handa okkur frá Íslandi. Jú, ég bað hana að kaupa fyrir okkur tvær plötur. Fékk svo smábakþanka og spurði hana hvort henni þætti ekki í lagi, heyrnarlausri konunni, að kaupa tónlistarplötur.
Svarið kom um hæl:
„Það er töff að vera Döff og kaupa tónlist handa heyrandi!”
12. september 2010
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli