2. september 2010

Bannsett þjófapakk!

Haldiði ekki að einhver ribbaldalýður hafi þvingað upp ferðatöskuna hennar Tinnu Rutar og gramsað í dótinu hennar. Flugvallarstarfsmenn voru þarna að verki, annað hvort í Jóhannesarborg eða Lundúnum.

Óþjóðalýður!

Ég veit ekki enn hvort einhverju var stolið. Tinna hefur ekki enn fundið nokkur hálsmen sem voru í töskunni, en hún var ekki búin að gefa upp alla von, því nokkur armbönd voru enn í töskunni. Ef hálsmenin voru tekin, þá er það sárt, því voru flest, ef ekki öll, útskriftargjafir sem hún fékk í desember sl.

Alþjóðaflugvöllurinn í Jóhannesarborg er reyndar frægur að endemum fyrir töskuþjófnaði. Í Suður Afríku er frægur ofanafflettingarþáttur í sjónvarpinu, Carte Blanche heitir hann. Ef ég ætti að þýða nafn þáttarins yfir á það ylhýra, þá dytti mér helst í hug ,,Ekkert er heilagt.'' Þarna stunda menn rannsóknarblaðamennska eins og mér skilst að reynt hafi verið í Kompásþáttunum.

Allllllavegana.

Carte Blanche laumaðist einu sinni með myndavélar inn í iður flugvallarins í Jóhannesarborg. Þar fannst þrælskipulagður og útsmoginn bófaflokkur sem kerfisbundið leitaði að verðmætum í farangri þeirra sem um völlinn fóru. Tókst bófunum á ótrúlegan hátt að forðast eftirlitsmyndavélar sem eru eins og mý á mykjuskán þarna. Þátturinn vakti heilmikla athygli í Suður Afríku og lofuðu flugvallaryfirvöld bót og betrun.En ég veit nú ekki hversu vel þeim gekk að standa við þau loforð.

En, svo gæti þetta hafa gerst í Lundúnum líka. Ég hef heyrt eitthvað af sögum þaðan, en þó ekki eins kræfar og frá Jóhannesarborg. En Tinna Rut var töluvert lengur í Lundúnum en Jóhannesarborg, þ.a. ég veit ekki hvað skal halda.

Það er bara svo hrikalega svekkjandi að vita að einhver hafi gramsað í fötunum þínum og öðrum prívathlutum.

Hrikalega.

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...