4. september 2010

Laugardagur í Legó

Við feðgarnir erum búnir að dunda okkur við Legósmíðar síðan skömmu eftir hádegi. Hann að setja saman landhelgisgæsluskip, en ég landhelgisgæsluþyrlu. Gulla dundar sér við saumaskap úti á verönd. Í kallfæri, vel að merkja.

Gullaldartónlist níunda áratugarins svífur ljúflega úr gervihnattardiskssjónvarpinu og umvefur okkur mjúklega. Engu líkara en Siggi Hlö hafi valið lagalistann.

Ég var að bera eld að grillkolum. Eftir klukkustund eða svo þá fara svínasneiðar og búapylsa á grillið.

Einhvers staðar hlýt ég að eiga rauðvínsflösku til að opna. Getur bara ekki annað verið.

Ó, já, Tinna Rut er komin til Vancouver, þ.a. hún á bara eftir að fara í eina flugvél til viðbótar. Vancouver til Prince George er nú ekki nema klukkutíma flug. Þá verður hún komin á sínar heimaslóðir.

Jæja, Rúnari Atla finnst ég orðinn slappur í þyrlusmíðunum. Best að halda áfram.

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...