Í fyrrakvöld fannst mér Rúnar Atli frekar heitur á kollinum. Veit ekki hvað hann var að hugsa svona gríðarleg að kollurinn bara ofhitnaði, ha-ha. Mældi hann og hann var með smávegis hita. Ekkert alvarlegt, 8 kommur að mig minnir. Hann var því heima í gær og í gærkvöldi var hitinn búinn að hækka aðeins. Ætli ég kíki ekki í apótekið á eftir því hósti fylgir þessu hjá greyinu.
En svo í kvöldmatnum í gær, þá kom eiginlega fram eina matvendnin sem ég hef orðið var við hjá honum. Ennþá... Ég eldaði nautakjötsstrimla í sósu, spaghetti og var svo með pakkamús með þessu. Svo sting ég smámús í munninn á honum, og ég vissi bara ekki hvert guttinn ætlaði! Þarna sat hann, með hálfopinn munn, smákartöflumús á tungubroddinum, og hágrét, án þess þó að hreyfa munninn. Músin var greinilega svo ógeðsleg að hann gat ekki hugsað sér að eitthvað af henni færi ætlaða leið. Ekki bætti úr skák að ég skellihló að honum...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Eftir rúman sólarhring í Amsterdam þá er helst tvennt sem mér finnst einkenna borgina. Annars vegar síkin, sem liggja í sívaxandi hálfhring...
-
Undanfarið hefur ein sjónvarpsstöð hér farið í gegnum Rocky-myndirnar. Sá ég um daginn fyrstu myndina og skemmti mér vel yfir henni. Ekki er...
3 ummæli:
Æi greyið litla, ég sé hann alveg fyrir mér með tár, slef og kartöflumús leka niður andlitið ;-)
Hitinn er nú bara út af SPENNUNI!!!
Kartöflumús er nú ekkert spes sko....
Skrifa ummæli