30. apríl 2006

Boltaleikur

Lítið hefur farið fyrir áhuga hjá Rúnari Atla á boltaleikjum. Hann á
einhverja bolta og hefur áhuga fyrir þeim í búðum, en hefur lítið áttað
sig á til hvers þeir eru. Vill frekar sitja og kubba eða púsla. Nú eða
leika sér með plastílát úr einum eldhússkápnum.

Nú virðist einhver breyting vera í uppsiglingu. Hann hefur aðeins verið
að fylgjast með fótbolta í sjónvarpinu með mér undanfarið og í gær tók
hann sig til og fór að sparka í sexkantaða plastkúlu sem hann á, með
tilheyrandi hávaða og látum. Mér fannst þetta athyglisvert, því ég hef
ekki séð hann gera svona fyrr, svo í dag fundum við einn boltann hans
og fórum að leika okkur fyrir utan húsið. Hann sparkaði á fullu, en svo
fannst honum skemmtilegast að ég sparkaði boltanum og hann hlypi á
eftir honum og kæmi með hann til baka. Hversu oft óskaði maður sér ekki
að hafa einhvern svona í gamla daga þegar maður þrykkti boltanum rétt
fram hjá markinu á Austurbæjarskólalóðinni og þurfti að hlaupa langar
leiðir, stundum alla leið niður að Heilsuverndarstöð til að ná í
tuðruna. En guttinn er greinilega réttfættur, það fer ekki milli mála.

Kannski er kominn tími til að kaupa Manchester United, Barcelona og AC
Milanó gallana á drenginn?

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hann á þennan fína landslidsgalla:)

Nafnlaus sagði...

Gríslingurinn orðinn 20 mánaða og á ekki enn United galla!! Hvurslags uppeldi er þetta?

Nafnlaus sagði...

Komin tími á "alvöru" galla,engar United druslur!!!!!!!!!!!!

Nafnlaus sagði...

I say briefly: Best! Useful information. Good job guys.
»

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...