21. apríl 2006

Afmæli og strákastand

Hún Tinna Rut átti afmæli í gær. Orðin 14 ára gömul, takk fyrir.
Dagurinn var tekinn snemma. Hún var, að eigin ósk, vakin klukkan
hálfsjö til að opna pakka. Dagmar Ýr var æðislega hress í útliti á
þessum tíma dags... Reyni að setja inn mynd eða tvær þegar Tinna Rut er
búin að skella þeim inn á tölvuna.

Hvað um það, hún opnaði pakkana sína og var voðalega ánægð eins og
hennar er von og vísa. Hún fékk geisladiska og dvd, nýjustu Harry
Potter myndina, og svo var það aðallinn... iPod nano með pláss fyrir
1.000 lög. Mamma hennar var arfleifð af gamla iPod shuffle.

Engin veisla verður haldin núna. Ekkert gaman þegar skólinn er í fríi.
Ætli verði ekki smáboð einhvern tímann seinni hluta maímánaðar. Gæti
best trúað því.

En svo var þetta með strákana... Mér verður gengið framhjá útidyrunum,
sem venju samkvæmt voru opnar upp á gátt, og rek augun í að Tinna Rut
er úti á gangstétt að tala við einhverja stráka. Kannast bara ekkert
við þá. Dagmar Ýr send að njósna og kemst að því að þeir eru þrír,
piltarnir. Síðan fer gellan bara í göngutúr með félögunum og sást ekki
í tvo klukkutíma... Þetta eru einhverjir gaurar úr skólanum, úr 8., 9.
og 10. bekk. (Tinna Rut er í níunda bekk ef einhver skyldi búinn að
gleyma því). Hmm, móðirin var nú ekki par hrifin, skal ég segja ykkur:
„Barnið er alltof ungt fyrir svona.“

Þarf að setja útivistarbann??

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af henni ef hún er eins stilt og mamma sin:)
Doddi

Nafnlaus sagði...

Tinna mín er nú soldið lík frænku sinni .....

Nafnlaus sagði...

Þá verður Villi að passa hana!!!!!
Doddi

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...