23. apríl 2006

Vetur konungur mættur á svæðið

Nú er að rifjast upp fyrir mér munurinn á húsagerðarlist í Namibíu og á
Íslandi. Í fyrradag var rigning langt fram eftir degi og frekar kalt. Í
gær hélt kuldinn áfram og þegar leið að kvöldi þá leist mér nú bara
ekkert á hitastigið inni í kofanum. Þannig er jú mál með vexti að
flesta daga ársins er heitt hér og því eru húsin byggð með það fyrir
augum að haldast svöl þótt heitt sé úti. Ágætt þegar sumar er, en nú
þegar koma Veturs konungs nálgast, þá er þetta ekki alveg eins
heppilegt. Í gærkvöldi var orðið það kalt hjá okkur að ég dró úr
geymslu rafmagnsofna sem hafa verið í dvala svo mánuðum skiptir. Setti
einn í hvert svefnherbergi og líka í sjónvarpsholið. Skánaði hitastigið
aðeins, en var þó engu að síður langt frá 20 gráðum, sennilega nær 10.
Verð að fara að fjárfesta í hitamæli, svo ég geti notað statistík þegar
ég barma mér svona.

Nú í morgun var því hrollur í okkur, en nýbakaðar vöfflur og te komu
okkur í gang.

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...