20. apríl 2006

Föðurlandsást

Ég hef víst ekki sagt frá því hér að um daginn var reist fánastöng á
fortóinu hjá okkur. Hún er víst tæpra sjö metra há, ef mig misminnir
ekki. Helsti gallinn er að hún er silfurlituð, ekki hvít. Síðan rétt
fyrir páska þá fengum við þennan fína íslenska fána og var því flaggað
hér um páskana. Svo var rokið út fyrir allar aldir í morgun að flagga
fyrir afmælisbarninu sem og sumardeginum fyrsta. Ég er í óða önn að
læra fánareglurnar - ekki þýðir að vanvirða flaggið.

Ég reikna með að flagga flesta daga. Ekki þýðir annað, því þremur húsum
neðar í götunni býr bandaríski sendiherrann og þar blaktir ammríski
fáninn alla daga. Mótvægi er nauðsynlegt.

Spurning hvort ég banki upp á einhvern daginn og ræði varnarmál
Íslands, ha-ha.

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...