Í morgun hélt ég smáræðu sem talsmaður Íslands á málþingi um menntamál.
Ýmsir frammámenn voru þarna, ber helstan að nefna forsætisráðherrann
namibíska. Ég var nú búinn að semja ræðuna í gær, en var svona að velta
fyrir mér einhverju sniðugu til að hefja töluna á. Það er nú einu sinni
þannig að ef maður nær athygli áheyrenda í upphafi þá tekst manni oft
að halda henni til loka. Eftir smávangaveltur byrjaði ég ræðuna á því
að óska viðstöddum gleðilegs sumars og þagði svo í örfáar sekúndur.
Gaman var að sjá undrunarsvipinn á fólki - „Hvað á maðurinn eiginlega
við á miðju hausti?“ Ekki minnkaði undrunin þegar ég sagði frá því að
fjallvegir væru ófærir vegna snjóa og stórhríðir geysuðu þessa dagana.
Engu að síður héldum við því fram að sumarið væri að hefjast. Ruglað
lið, þessir Íslendingar. En áhrif þessarar byrjunar voru að margir
hlustuðu í raun og veru á það sem ég sagði, sem var nokkurt afrek þar
sem 26 manns höfðu talað á undan mér og var fólk því búið að sitja
undir ræðum í tæpa þrjá tíma...
20. apríl 2006
Sumardagurinn fyrsti
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...

-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Eftir rúman sólarhring í Amsterdam þá er helst tvennt sem mér finnst einkenna borgina. Annars vegar síkin, sem liggja í sívaxandi hálfhring...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli