23. apríl 2006
„Vasalegt mar“
Í gær vorum við Rúnar Atli í framgarðinum og ég var eitthvað að spá og spekúlera eins og mín er von og vísa. Var með hendur í vösum, þungt hugsi. Heyri ég þá eitthvað uml og einhverjar stunur frá syni mínum. Fer ég að spá í þetta og átta mig fljótlega á því að hann er að reyna að koma höndunum sínum ofan í buxnavasana. Gekk hálfilla því þeir eru lokaðir með frönskum rennilás. Ég hjálpa guttanum auðvitað og varð hann himinlifandi yfir þessu og spígsporaði um allt með hendur í vösum. Meðfylgjandi myndir ná ekki að sýna innlifunina nægjanlega en gefa þó vísbendingu um ánægju drengsins.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
-
Þá er komið að því að ræða viðhaldið. Nei, nei, hvað er að ykkur? Skammist ykkar. Auðvitað er allt er í fínu hjá okkur Gullu. Ja, a.m.k....
2 ummæli:
Hann er rosalegur töffari :-)
Æðislegur gæi
Skrifa ummæli