20. apríl 2006

Aðskilnaður á ný

Þá rann stundin upp. Jamm, nú í þessum skrifuðum orðum sitja Gulla og
Dagmar Ýr í flugvél Air Namibia og bíða eftir að taka á loft. Gaman var
að hafa þær hér. Verst hvað tíminn var stuttur og eins var nóg að gera
í vinnunni þ.a. ég gat tekið minna frí en ég hafði ætlað. Rúnar Atli
virtist skilja að eitthvað var í gangi. Hann límdi sig við mömmu sína
úti á flugvelli og var ekki sáttur við að fara frá henni. Síðan þegar
við Tinna Rut gerðum okkur líkleg til að fara út í bíl, án mömmu hans
og eldri systur, þá heyrðist í gutta. Sem betur fer tókst okkur að
beina athygli hans annað.

Svo alla leiðina frá vellinum heyrðist í honum: „mamma, mamma.“ með
reglulegu millibili. Snökt, snökt, hjartnæmt ekki satt...

Nú er því orðið tómlegt í kofanum og nægur tími til að blogga.

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...