21. apríl 2006

Vandræðaástand

Úff, úff, úff. Nú er það svart. Haldiði að Gulla og Dagmar Ýr hafi ekki misst af fluginu frá London til Íslands! Núna sitja þær á einhverju hóteli í London sem þær vita í raun ekkert um hvar er. Málið var að þegar ég pantaði flugmiðann þá átti namibíska flugvélin að lenda 4:55 að morgni í London. BA vélin flýgur síðan klukkan 7:30 áleiðis til Keflavíkur og því er u.þ.b. tveir og hálfur tími til að skipta um vél. Síðan kom í ljós í vikunni að tímabreytingin var aftur að stríða okkur. Lending var ekki 4:55 heldur 5:55. Aðeins einn og hálfur tími því til aflögu. Síðan seinkaði brottför frá Windhoek um einar 40 mínútur og því fór sem fór.

Nú þarf að kaupa nýja flugmiða og hótelherbergi og ég veit ekki hvað og hvað. Ég er enda búinn að skrifa skammarbréf og senda til Air Namibia og heimta að þeir borgi allan kostnað við þetta. Enda er þetta klúður þeim að kenna. Algjörir jólasveinar að gera ekki ráð fyrir tímabreytingunni. Við hefðum aldrei keypt miðana ef við hefðum vitað réttar tímasetningar.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Og þær hafa sofið á hotelinu allan daginn,Ég á bara ekki orð yfir þeim.
Doddi

Nafnlaus sagði...

ÆÆ...

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...