7. apríl 2006

Innkaup...

Lítill tími hefur gefist síðustu daga að setjast við tölvuna og senda
inn pistla. Sendi reyndar inn grein í Moggann í gær, en það er nú önnur
saga. En, hún Gulla mín er jú auðvitað komin og það er að sjálfsögðu
nóg að gera. Eitt sem við komumst að er það að drottingarstærð á rúmi
er bara ekki nóg fyrir okkur... Sérstaklega þegar rúmið virðist aðeins
neðar í miðjunni en úti á köntum og því leitum við inn að miðju í
sífellu. Auðvitað getur verið fínt að hitta konuna sína í miðju rúmi,
en eins og mætur maður sagði einhvern tímann, þá er betra að hafa
stjórn á svoleiðis hittingum.

Við erum því búin að rölta milli húsgagnaverslana bæjarins í leit að
rúmi í kóngastærð. Hefur leitin gengið hálfbrösulega, því fæstir liggja
með svona dýrgripi á lager. Drottingarstærðin er allsráðandi. Því þarf
að panta og getur það tekið 10-15 daga. Reyndar pöntuðum við rúm í dag
hjá sölumanni sem staðhæfði að rúmið muni koma í næstu viku.

Við verðum a meðan að lifa af þessar stjórnlausu hittingar.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er lélegt,þið hafið ekki sést í ca 100 dagar og þá á nú að duga með 90cm fyrstu vikuna og svo 120 aðra og svo síðustu kanski 160cm. Við vorum með 120cm fyrsta árið.Að vísu höfum við 180 núma en það er önnur saga:)
Doddi

Villi sagði...

Sko, við Gulla erum löngu hætt að láta eitthvað „duga.“ Við viljum hafa pláss í kringum okkur. Ég held að gamla rúmið mitt sem ég átti þegar við kynntumst fyrst hafi varla náð 70 sm, en lengi vel var það notað. Í dag - 183x200 sm, lágmark!

Nafnlaus sagði...

Það fer kanski eftir stærð á þeim sem liggja í rúminu hvað það þarf að vera stórt :)
Doddi

Nafnlaus sagði...

Úff, "þungt" skotið...

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...