Þá er kominn spenningur í liðið. Móðirin og eiginkonan á leiðinni. Skv.
upplýsingum frá Gatwick flugvelli er verið að hleypa farþegum um borð í
vélina í þessum skrifuðum orðum.
Tinna Rut var rétt áðan að gera herbergið sitt í stand: „Ekki flottasta
herbergi í heimi, en nógu gott fyrir mömmu,“ voru hennar orð. Spurning
hvort hún hafi rétt fyrir sér.
Rúnar Atli er líka orðinn spenntur. Hann virðist átta sig á því að
eitthvað mikið sé í uppsiglingu á morgun og að mamma hans sé bendluð
við málið. Tinna Rut er búin að kenna honum að setja hendurnar út og
herma eftir flugvél en hvort og þá hvernig hann tengi það við móður
sína veit ég ekki alveg.
En í fyrramálið verður hvorki mætt í vinnu né skóla, a.m.k. ekki fyrir
hádegi, því vélin lendir hér rétt fyrir kl. níu. Við förum sennilega
héðan um áttaleytið og ætli við verðum ekki komin til baka um ellefu.
Svo er bara spurning hvað móðurinni finnst um breytinguna á dóttur
sinni, æjæjæ, skyldi ég sitja í súpunni?
2 ummæli:
hvaða breytingar er verið að tala um a barninu?
doddi
Maður tekur bara andköf hérna... Inn með mynd af skvísunni svo við getum ráðlagt þér
Skrifa ummæli