10. apríl 2006

5/5 sameining

Þá er öll fjölskyldan í sama húsinu. Loksins. Dagmar Ýr mætti á svæðið
í morgun. Klukkan 7:45, jafnvel þótt flugmiðinn segði 8:45... Rúnar
Atli var kátur að sjá hana, hljóp til hennar og faðmaði og kyssti.
Voðalega gaman.

Annars leist Gullu ekkert á þetta í gærmorgun þegar sms-in komu frá
Keflavíkurflugvelli: „Hvaða skiltum á ég að fylgja?“ En þetta hafðist
allt saman. Hún kom meira að segja með kókómjólk handa Rúnari Atla.
Hann fór allur á ið þegar hann sá guðaveigarnar og svolgraði einni
niður á mettíma. Ýmsu þarf að fórna þegar búið er í útlandinu.

Að kröfu Dagmarar var síðan farið á kínastaðinn í kvöldmat. Sá brást
ekki, virkilega góður matur. Dagmar var svo alveg búin, farin að hrjóta
í sjónvarpsherberginu skömmu eftir átta. Erfiður dagur greinilega.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ohhh en gaman öll fjölskyldan saman um páskana !!! En hvað með páskaegg. ?? komu svoleiðis guðaveigar með kókómjólkinni ???

Nafnlaus sagði...

Vondandi eru allir sáttir og glaðir og allt hefur gengið vel

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...