Í dag varð hann sonur minn 20 mánaða. Ekki finnst mér nú langt síðan hann var að koma í heiminn. Styttist í tvö árin. Terrible two's eins og sagt er á engilsaxneskunni eða þau tvö hræðilegu í lauslegri þýðingu. Ein breyting sem ég tek eftir í fari hans er að hann er farinn að spá meira í klæðnaðinn sinn. Þ.e.a.s. fylgist með vali mínu úr skápnum sínum og er stundum ekki alveg sammála mér. Sumt er alltaf vinsælt, t.d. peysa með bílum framan á og bolur með Bangsímon. Annað fellur ekki alveg eins vel í kramið. Auðvitað skiptir máli í hvernig skapi pilturinn er. Svo þarf hann að greiða á sér hárið. Alveg ferlegt þegar það gleymist.
Núna áðan vorum við að versla. Ekki beint í frásögur færandi, en þó, skemmtileg uppákoma. Þannig er að fyrir ofan grænmetis- og ávaxtahillurnar eru speglar, sennilega í 45 gráðu horni. Því sér maður grænmetið og ávextina ef maður kíkir í þá og sennilega virkar sem meira sé þarna en er. Hvað um það, áðan var guttinn rétt fyrir framan hillurnar, beygður í hnjám og baki til að sjá ofan á kollinn á sjálfum sér. Mikið var hann ánægður að sjá bláu spennuna hennar systur sinnar í hári sér.
2 ummæli:
Hvað er málið með þessa spennu ?? Come on pistill um það takk
Thu ert ad eydileggja FRAENDA minn med spennum og burstum, og svo leikur hann ser örugglega med DUKKUR. Finnst engin barnavernd i Afriku?
Skrifa ummæli