15. maí 2011

Leiðangur til fjalla

Eftir vel heppnaðan Esjuleiðangur um daginn þá fjárfesti ég í Fjallabók barnanna, 20 gönguleiðir í nágrenni Reykjavíkur, sem gefin er út af bókaútgáfunni Sölku.

Í morgun fórum við Rúnar Atli í fyrsta leiðangurinn úr þessari bók. Lögðum við á Helgafell í Mosfellssveit.

Tókst ferðin vel. Við vorum á rölti í 3 tíma og 19 mínútur og lögðum að baki 4,4 km á þeim tíma. Þá er auðvitað ekki nema hálf sagan sögð, því oft var á brattann að sækja og síðan þurfti að kanna ýmislegt, eins og gengur og gerist þegar maður er sex ára. Í ferðinni okkar var Stjörnustríðsþema og tókst okkur að spinna ýmis atriði úr Stjörnustríði inn í göngutúrinn. Vel kom sér að hafa alvöru göngustafi, sem voru eins og sniðnir í að vera geislasverð, þegar þannig stóð á.

Nokkrar myndir:

Gott að hafa sjónauka til að kanna betur það sem fyrir augu ber

Uppgangan var um brattan stíg, en þó ekki til vandræða

Sumir voru kannski ögn þreyttari en aðrir
Það birtir til þegar sumir birtast
Flottur á toppnum

2 ummæli:

davíð sagði...

Djö... harka er þetta, menn eru greinilega ekki orkulausir.

Nafnlaus sagði...

Maður gæti haldið að Villi væri komin með 50 ára krísu :-)
Doddi

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...