Eftir vel heppnaðan
Esjuleiðangur um daginn þá fjárfesti ég í
Fjallabók barnanna, 20 gönguleiðir í nágrenni Reykjavíkur, sem gefin er út af bókaútgáfunni
Sölku.
Í morgun fórum við Rúnar Atli í fyrsta leiðangurinn úr þessari bók. Lögðum við á Helgafell í Mosfellssveit.
Tókst ferðin vel. Við vorum á rölti í 3 tíma og 19 mínútur og lögðum að baki 4,4 km á þeim tíma. Þá er auðvitað ekki nema hálf sagan sögð, því oft var á brattann að sækja og síðan þurfti að kanna ýmislegt, eins og gengur og gerist þegar maður er sex ára. Í ferðinni okkar var Stjörnustríðsþema og tókst okkur að spinna ýmis atriði úr Stjörnustríði inn í göngutúrinn. Vel kom sér að hafa alvöru göngustafi, sem voru eins og sniðnir í að vera geislasverð, þegar þannig stóð á.
Nokkrar myndir:
|
Gott að hafa sjónauka til að kanna betur það sem fyrir augu ber |
|
Uppgangan var um brattan stíg, en þó ekki til vandræða |
|
Sumir voru kannski ögn þreyttari en aðrir |
|
Það birtir til þegar sumir birtast |
|
Flottur á toppnum |
2 ummæli:
Djö... harka er þetta, menn eru greinilega ekki orkulausir.
Maður gæti haldið að Villi væri komin með 50 ára krísu :-)
Doddi
Skrifa ummæli