14. maí 2011

Karate-mót

Áðan tók Rúnar Atli þátt í sínu fyrsta karate-móti. Kata-mót kallast það, en þá berjast menn ekki heldur sýna tveir keppendur ákveðna rútínu fyrir dómara sem velja hvor gerði betur. Sá kemst síðan í næstu umferð og svo koll af kolli.

Rúnar Atli tapaði „glímunni” um þriðja sætið með minnsta mun. Einn dómari gaf honum sigur en tveir dómarar mótherjanum.

„Pabbi, hvað gerði ég vitlaust,” spurði hann síðan. Ég gat litlu svarað enda fannst hann miklu betri en andstæðingurinn :-)

Rúnar Atli til vinstri

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...