15. maí 2011

Fótboltamót

Rúnar Atli mætti á sína fyrstu fótboltaæfingu hjá Leikni á fimmtudaginn var.

Nokkru áður tjáði hann mér að hann væri fótboltasjúkur og vildi fara að æfa þá íþrótt.

Fram að þessu hefur hann aldrei sýnt fótbolta neinn áhuga. Þekkir reyndar Messi og Barcelona, en annað fótboltatengt veit hann lítið um.

En, sem sagt, á fyrstu æfinguna í 7. flokki var farið á fimmtudag. Ætli hafi ekki verið í kringum 30 strákar á æfingunni. Sumir eru með Rúnar Atla í bekk og er munur að eiga vini í hópnum strax í upphafi.

Þjálfarinn tjáði okkur að á sunnudag (í dag) væri Reykjavíkurmót í Egilshöll og að Rúnar Atli ætti endilega að mæta.

Þ.a. við mættum.

Þarna spilaði drengur þrjá leiki með C-liði Leiknis. Það þykir sjálfsagt ekki slæmt að hafa mætt á eina æfingu og spilað þrjá leiki.

Árangurinn var upp og ofan. Leikir gegn Þrótti og Í.R. töpuðust. Þróttarleikurinn var reyndar undarlegur. Leiknir lá í sókn allan leikinn en tókst ekki að skora. Hinir fengu þrjár, eða fjórar, skyndisóknir og skoruðu tvisvar. Fúlt. Svo gerðu menn jafntefli við Val, 1-1. Rúnar Atli átti eitt gott skot að marki í þeim leik, en markmaðurinn sá við honum.

Annars á Rúnar Atli svolítið í land á fótboltasviðinu. Enda hefur aldrei spáð í þessa íþrótt. En það kemur eins og annað. Skagamótið er víst 17.-19. júní og heyrist mér að við megum ekki klikka á því.

Vinirnir, bekkjarbræðurnir og nú liðsfélagarnir: Stefan, Rúnar Atli og Branko

1 ummæli:

davíð sagði...

Alltaf sárt að tapa Baráttunni um Breiðholtið.

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...