Nú er átakinu Hjólað í vinnuna að ljúka.
Að sjálfsögðu tók ég þátt og var meira að segja liðsstjóri Parísargengisins, en svo nefnist lið Þróunarsamvinnustofnunar. Nafnið er innanhúsgrín, sem engum öðrum en okkur þætti sniðugt. Fagbrandari má segja. Reyndar hálfaumkunarvert hversu lélegt grínið er.
Mér tókst að fá sex aðra starfsmenn til að taka þátt, þ.a. sjö af tíu voru með. Eins og gengur voru menn misákafir, en auðvitað snýst þetta bara um að vera með og reyna að hreyfa sig svolítið meira en vant er.
Ég náði öllum 15 dögunum sem hjóla má og hjólaði samtals 305 km. Rétt yfir 20 km á dag. Leiðin sem ég hjóla venjulega er 18 km, en suma góðviðrisdaga tók ég á mig krók.
Svo er bara að halda áfram að hjóla, því hjólreiðar eru einhver skemmtilegasta líkamsrækt sem ég veit um.
24. maí 2011
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
-
Þá er komið að því að ræða viðhaldið. Nei, nei, hvað er að ykkur? Skammist ykkar. Auðvitað er allt er í fínu hjá okkur Gullu. Ja, a.m.k....
1 ummæli:
Gott að gera eitthvað skemmtileg. Ég hef ekki hjólaði í lennnnnggggi, því miður. En nú er loksins, loksins komin sumarinn.
Skrifa ummæli