10. maí 2011

Leti en þó spenningur

Við Rúnar Atli höfum svolítið dottið í að horfa á íþróttaleiki eftir að við fluttum til Íslands.

T.d. fórum við á tvo leiki í úrslitarimmunni milli Stjörnunnar og K.R. í körfubolta.

Við létum duga að horfa á handboltann í sjónvarpinu. Til að þetta yrði svolítið skemmtilegra ákvað Rúnar Atli að halda ekki með Akureyri eins og foreldrar sínir. Nei, hann vildi halda með F.H. Ekki síst vegna þess að hann á nafna á ská í því liði, en það er línumaðurinn Atli Rúnar.

Í fjórða leik laumaðist Gulla að taka þessa mynd:


Við höfðum það nú alveg ágætt, eins og sjá má.

Líklega hefur Akureyri verið að skora í þann mund er myndin var tekin ef miða á við látbragð okkar feðganna.

En sá hlær best sem síðast hlær og það gerði sonurinn að þessu sinni.

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...