29. maí 2011

Æfingin skapar meistarann

Nú er guttinn orðinn virkilega flinkur á hjólinu. Í morgun ákváðum við feðgarnir að fara í Leiksport í Hólagarði, en þar má kaupa ýmsan varning merktan Leikni. Við fórum á hjólum. Ferðin gekk mjög vel, þ.a. við fórum í óvissuferð um göngustíga í Hólahverfinu. Enduðum í Elliðaárdalnum og þar náði ég meðfylgjandi myndbandi, þótt á hjóli væri sjálfur.


En þessi hjólatúr var ekki nóg. Skömmu eftir að við komum heim ákváðum við að hjóla niður í Eyjabakka og heilsa upp á frændur í því neðra. Hjólatúrinn gekk vel, en var þó fýluferð því frændurnir voru ekki heima.

En síðar um daginn fréttist að boð í mat hefði borist úr því neðra, þ.a. aftur var lagt af stað í hjólatúr þangað. Við höfðum tímann fyrir okkur og því var farið í öfuga átt og tekinn miklu lengri túr um Elliðaárdalinn og endað í Eyjabakkanum. Að mat loknum var horft á Barcelona taka Manchester United í nefið og síðan hjóluð stysta leið heim.

Á leiðinni gerðum við stutt stans við bekk í miðri brekku milli þess neðra og hins efra. Aðeins þurfti svo að hita upp áður en lagt var í'ann á ný:


Ekki mikið mál.

Mér kemur á óvart hvað sá stutti er duglegur upp brekkur. Hjólið er sjö gíra með 20 tommu dekkjum, og ég hefði haldið að léttasti gírinn væri í þyngra lagi upp í móti. En hann puðar upp og kemst merkilega vel áfram.
Meira að segja þótt klæddur sé í nýju takkaskóna.

Nú er að skipuleggja fleiri hjólatúra.

1 ummæli:

davíð sagði...

Strákurinn öflugur í Mullers æfingunum

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...