24. maí 2011

Hjólagarpur yngri

Rúnar Atli fékk nýtt hjól um daginn. Hann átti eitt í Namibíu, sem var að verða of lítið. Þar voru því miður ekki mörg tækifæri til að æfa sig, því við bjuggum í miðri hlíð og ekkert nema brekkur í kring.

En nú er sem sagt komið að því að læra á hjól. Því skruppum við í GÁP fyrir einhverjum dögum og keyptum hjól.

Undanfarna daga höfum við feðgarnir skroppið út eftir kvöldmat til að ástunda æfingar. Hefur það gengið mjög vel, verður að segjast. Núna áðan fórum drengurinn í heljarinnar hjólatúr, meðfram lönguvitleysunni, framhjá Gerðubergi og síðan Fellaskóla og heim. Skv. borgarvefsjá eru þetta tveir og hálfur kílómetri.

Og ég hlaupandi á eftir.

Hér er upptaka úr símanum mínum. (Másið er vindurinn...)



Næst fer ég á hjóli líka!

1 ummæli:

Tommi sagði...

Hefurðu íhugað að fjárfesta í rafskutlu til að elta pjakkinn.... ég hugsa að vindhljóðin myndu minnka mikið við það. ;)

kv Tommi

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...