12. maí 2011

100 ár

Valur 100 ára í dag.

Í tilefni dagsins fórum við Rúnar Atli að Hlíðarenda til að sjá grimma Valsmenn taka Vestmannaeyinga í nefið.

En ekki fór það nú þannig. Því miður.

Hvorki voru mínir menn grimmir né tóku hina í nefið.

Langt er síðan ég fór á Valsleik. Ég sá einhverja leiki með Skagamönnum fyrir sex-sjö árum þegar við bjuggum uppi á Skaga. Þar á undan fór ég líklega síðast á leik 1980-og-eitthvað. Aðstaðan orðin nokkuð betri - ekki verður annað sagt.

Rúnar Atli var þarna á sínum fyrsta knattspyrnuleik. Skemmti sér ágætlega, en var ekki alveg með hlutina á hreinu. Það kemur.

Auðvitað þurfti aðeins að galla gaurinn upp. Það gengur ekki að vera á Valsvellinum ekki í rauðu.

Áfram Valur!

2 ummæli:

davíð sagði...

Þetta fer honum betur en firmaklúbbslitirnir þarna í efra.

Gulla sagði...

mjög alvörugefinn gaur :-)

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...