Þær voru ekki skemmtilegar fyrstu fréttir sem okkur bárust eftir að koma heim til Lílongve. Tveir af hvolpunum okkar fjórum höfðu nefnilega dáið. Já, hann Depill og hún Prinsessa.
Reyndar var erfitt að skilja frásögn vinnufólksins, þ.a. eitt af fyrstu verkum okkar Rúnars Atla var að fara til dýralæknisins, því ein útgáfa sögunnar var að Prinsessa lægi þar veik. En, því miður var það ekki rétt. Hins vegar var sagan enn óskýr, því dýralæknirinn sem við hittum hafði ekki haft með hvolpana okkar að gera.
Svo í dag fórum við aftur til dýralæknisins og hittum lækninn sem stóð í þessu stússi. Sagan var víst þannig að fyrir jól þá fer einn hvolpur inn með einhverja sýkingu. Flóki. Hann fékk aðhlynningu og náði sér. Svo eftir áramótin er farið með tvo til dýralæknisins, Prinsessu og Bjart. Bjartur náði sér, en ekki Prinsessa. Einhvern tímann í millitíðinni deyr svo Depill. Líklega hefur verið farið með Prinsessu og Bjart til dýralæknis eftir að Depill deyr.
Verst var að vita þetta ekki áður en við komum heim, því Rúnar Atli stuðaðist auðvitað svolítið yfir þessu öllu saman.
En, þeir tveir sem eftir eru, Bjartur og Flóki, virðast hressir.
Það er þó bót í máli.
12. janúar 2013
10. janúar 2013
Raftækjavæddur og grunsamlegur, en hættulaus
Vopnaleitin á Heathrow tók smátíma. Lengri en venjulega. Handtaskan mín var greinilega eitthvað vandamál. Hún bara kom ekki út úr gegnumlýsingarvélinni. Ekki fyrr en eftir dúk og disk.
Þá kom ábúðarfullur öryggisvörður til mín og spurði hvort hann mætti kíkja ofan í töskuna. Jú, jú, það var auðsótt mál, enda ég með hreina samvisku.
Þótt taskan sé lítil eru á henni mörg hólf. Opnaði ég hvert hólf samviskusamlega og öryggisvörðurinn tíndi allt út og renndi svo litlum sprota inn í hvert hólf fyrir sig. Pokinn með nærbuxunum og sokkunum (hreinum, vel að merkja) var tekinn varlega upp og lagt, ásamt öllu öðru, í tvo bakka. Í öðrum bakkanum voru græjur og raftæki, allt annað fór í hinn. Þegar taskan var orðin tóm, þá var henni rennt aftur inn í gegnumlýsingarvélina sem og græju- og raftækjabakkanum.
„Þegar svona mikið af tækjum er í töskunum þá er illmögulegt að sjá á röntgenmyndinni hvaða hlutir þetta eru,“ sagði öryggisvörðurinn mér.
Sem sagt, erfitt að sjá hvort ég væri með eitthvað varhugavert.
Ekkert athugavert fannst við seinni gegnumlýsingu.
Öryggisvörðurinn þakkaði mér þolinmæðina, hikaði síðan örlítið, og spurði hvort hann ætti að setja allt aftur í töskuna. Ég afþakkaði boðið og raðaði öllu eftir mínu flotta röðunarkerfi.
Sá svo aðeins eftir að afþakka. Forvitnilegt hefði nefnilega verið að sjá hvernig honum hefði tekist til að koma öllu aftur fyrir.
Skyldu menn fara á námskeið hvernig eigi að taka allt upp úr töskum og raða ofan í á nýjan leik? Kannski taka menn próf?
En, ég er allavegana vottaður hættulaus.
Í bili.
Þá kom ábúðarfullur öryggisvörður til mín og spurði hvort hann mætti kíkja ofan í töskuna. Jú, jú, það var auðsótt mál, enda ég með hreina samvisku.
Þótt taskan sé lítil eru á henni mörg hólf. Opnaði ég hvert hólf samviskusamlega og öryggisvörðurinn tíndi allt út og renndi svo litlum sprota inn í hvert hólf fyrir sig. Pokinn með nærbuxunum og sokkunum (hreinum, vel að merkja) var tekinn varlega upp og lagt, ásamt öllu öðru, í tvo bakka. Í öðrum bakkanum voru græjur og raftæki, allt annað fór í hinn. Þegar taskan var orðin tóm, þá var henni rennt aftur inn í gegnumlýsingarvélina sem og græju- og raftækjabakkanum.
„Þegar svona mikið af tækjum er í töskunum þá er illmögulegt að sjá á röntgenmyndinni hvaða hlutir þetta eru,“ sagði öryggisvörðurinn mér.
Sem sagt, erfitt að sjá hvort ég væri með eitthvað varhugavert.
Ekkert athugavert fannst við seinni gegnumlýsingu.
Öryggisvörðurinn þakkaði mér þolinmæðina, hikaði síðan örlítið, og spurði hvort hann ætti að setja allt aftur í töskuna. Ég afþakkaði boðið og raðaði öllu eftir mínu flotta röðunarkerfi.
Sá svo aðeins eftir að afþakka. Forvitnilegt hefði nefnilega verið að sjá hvernig honum hefði tekist til að koma öllu aftur fyrir.
Skyldu menn fara á námskeið hvernig eigi að taka allt upp úr töskum og raða ofan í á nýjan leik? Kannski taka menn próf?
En, ég er allavegana vottaður hættulaus.
Í bili.
Lagður af stað „heim“
Sit núna ásamt Gullu og Rúnari Atla í eðalstofu á Heathrow. Eftir tvo tíma verðum við á leið út í vélina sem flýgur með okkur til Jóhannesarborgar. Stutt bið þar eftir flugvélinni sem kemur okkur síðasta spölinn til Lílongve. Ættum að vera komin heim um tvöleytið á staðartíma, tólf á hádegi að íslenskum tíma.
Ferðalagið hefur gengið vel sem af er. Við vorum meira og minna búin að pakka í töskur um kaffileytið í gær. Ég man ekki hvenær síðast við vorum ekki að pakka niður langt fram eftir kvöldi. Ó, nei, ekki í þetta sinn, vorum „gegt“ skipulögð. Og allt eftir bókinni, ein taska á mann, hver rétt rúmlega tuttugu kíló. Einhvern veginn tókst að láta allt smella ofan í töskurnar.
Svo er maður orðinn svo vanafastur. Eiginlega skelfilega. Í Leifsstöð keyptum við okkur nýjustu bók Arnaldar í kilju. Þetta höfum við gert í mörg ár. Nema reyndar í fyrra þegar við eyddum jólunum í Lílongve. En, nú bíður kiljan þess að vera lesin í Afríku. Annars var Leifsstöð með rólegasta móti. Og vélin til Lundúna minna en hálffull. Kannski full að þriðjungi.
En, sem sagt, verðum komin heim á morgun.
Hvar er þó heima?
Þegar við förum til Íslands, þá erum við á leiðinni heim. Þegar við förum út erum við líka á leiðinni heim. Er nokkuð skrýtið þótt börnin manns ruglist aðeins í ríminu?
Ferðalagið hefur gengið vel sem af er. Við vorum meira og minna búin að pakka í töskur um kaffileytið í gær. Ég man ekki hvenær síðast við vorum ekki að pakka niður langt fram eftir kvöldi. Ó, nei, ekki í þetta sinn, vorum „gegt“ skipulögð. Og allt eftir bókinni, ein taska á mann, hver rétt rúmlega tuttugu kíló. Einhvern veginn tókst að láta allt smella ofan í töskurnar.
Svo er maður orðinn svo vanafastur. Eiginlega skelfilega. Í Leifsstöð keyptum við okkur nýjustu bók Arnaldar í kilju. Þetta höfum við gert í mörg ár. Nema reyndar í fyrra þegar við eyddum jólunum í Lílongve. En, nú bíður kiljan þess að vera lesin í Afríku. Annars var Leifsstöð með rólegasta móti. Og vélin til Lundúna minna en hálffull. Kannski full að þriðjungi.
En, sem sagt, verðum komin heim á morgun.
Hvar er þó heima?
Þegar við förum til Íslands, þá erum við á leiðinni heim. Þegar við förum út erum við líka á leiðinni heim. Er nokkuð skrýtið þótt börnin manns ruglist aðeins í ríminu?
7. janúar 2013
Börnin bera gleði
Áður en lengra er haldið vil ég óska lesendum gleðilegs árs og friðar.
Ég tók daginn snemma í dag.
Svona á íslenskan mælikvarða, a.m.k.
Þurfti að fara með bílinn á verkstæði. Hann þarf endilega að komast í gegnum aðalskoðun áður en við höldum aftur suður á bóginn. Þetta er reyndar þriðja verkstæðisferðin á stuttum tíma, enda er kagginn aðeins kominn til ára sinna. Þessi fjöldi ferða hefur leitt til þess að ég kann núna að ferðast í strætisvagni milli Æsufells og verkstæðisins. Leið fjögur er vagninn sem þarf að kunna á. Ekki kallast hann lengur Hagavagninn...
Í morgun sat ég sem sagt í vagninum á leið frá verkstæðinu og var kominn eitthvert áleiðis í gegnum Hólahverfið. Rétt fyrir framan mig sátu mæðgur og var dóttirin á að giska tveggja ára gömul. Svo ætluðu þær úr vagninum. Ja, móðirin ætlaði í það minnsta út, en dóttirin var ekki á því. Hékk á einni súlunni og var ósátt yfir einhverju. Mér datt í hug að hún væri ekki ánægð með að fara í leikskólann, en ekki var það nú raunin.
Eftir smáþjark, gafst móðirin upp. Trítlaði sú stutta þá fram eftir öllum strætisvagninum, alveg til bílstjórans og sagði „bæ, bæ.“ Bílstjórinn svaraði auðvitað með blessi, og svo trítlaði hnátan skælbrosandi aftur til baka að útgöngudyrunum þar sem móðirin beið. Fóru þær svo út.
Eftir sátu farþegarnir, allir með bros á vör.
Já, börnin bera gleði.
Ég tók daginn snemma í dag.
Svona á íslenskan mælikvarða, a.m.k.
Þurfti að fara með bílinn á verkstæði. Hann þarf endilega að komast í gegnum aðalskoðun áður en við höldum aftur suður á bóginn. Þetta er reyndar þriðja verkstæðisferðin á stuttum tíma, enda er kagginn aðeins kominn til ára sinna. Þessi fjöldi ferða hefur leitt til þess að ég kann núna að ferðast í strætisvagni milli Æsufells og verkstæðisins. Leið fjögur er vagninn sem þarf að kunna á. Ekki kallast hann lengur Hagavagninn...
Í morgun sat ég sem sagt í vagninum á leið frá verkstæðinu og var kominn eitthvert áleiðis í gegnum Hólahverfið. Rétt fyrir framan mig sátu mæðgur og var dóttirin á að giska tveggja ára gömul. Svo ætluðu þær úr vagninum. Ja, móðirin ætlaði í það minnsta út, en dóttirin var ekki á því. Hékk á einni súlunni og var ósátt yfir einhverju. Mér datt í hug að hún væri ekki ánægð með að fara í leikskólann, en ekki var það nú raunin.
Eftir smáþjark, gafst móðirin upp. Trítlaði sú stutta þá fram eftir öllum strætisvagninum, alveg til bílstjórans og sagði „bæ, bæ.“ Bílstjórinn svaraði auðvitað með blessi, og svo trítlaði hnátan skælbrosandi aftur til baka að útgöngudyrunum þar sem móðirin beið. Fóru þær svo út.
Eftir sátu farþegarnir, allir með bros á vör.
Já, börnin bera gleði.
26. desember 2012
Kastljóss brúnaðar kartöflur á fínum aðfangadegi
Þá er jóladagur að kveldi kominn. Dagmar Ýr leikur sér með eina jólagjöf, Rúnar Atli liggur fyrir framan sjónvarpið að horfa á Jóa enska, spæjara núll, núll og nix, en sú bíómynd kom úr einum pakkanum í gær. Gulla les bækur og mamma er á fésinu.
Ég var að skoða nokkrar ljósmyndir sem ég tók í gær og ákvað að skella nokkrum inn hingað.
Aðfangadagur var fínn. Ekkert stress í gangi. Gulla sér auðvitað um að allt sé tilbúið. Ég geri svona einn og einn hlut, sem ég tel mér trú um að telji í stóra samhengi jólanna. Hef líklega rangt fyrir mér þar.
Tréð var keypt fyrir nokkrum dögum. Eftir að koma inn á gólf hjá okkur lækkaði það líklega um eina fjörutíu sentimetra við afskurð. Rúnar Atli var sáttur við það. Hann sér nefnilega um að setja toppinn á tréð og var þetta í fyrst sinn sem hann þurfti ekki að sitja á háhesti á föður sínum.
Guttinn var annars þrælduglegur. Eftir að fara í sturtu og klæða sig í jólafötin fór hann í eldhúsið og reddaði rjómaskreytingunni á frómasinn fyrir mömmu sína.
Enda var móðirin sátt við framtak drengsins
Ekki má gleyma sögunni um brúnuðu kartöflurnar. Þannig kartöflur tilheyra jú aðfangadagskvöldi á okkar heimili. Yfirleitt takast þær ágætlega, en stundum hafa karamellurnar orðið fullharðar. Núna fyrir einhverjum dögum horfðum við á Kastljós og þar var kokkur að fara yfir ýmis heilræði um jólamatreiðsluna. Nema hvað, þar kom trix um brúnaðar kartöflur. Við Gulla horfðum hvort á annað og sammæltumst um að muna trixið.
En mundum við það á aðfangadagskvöld? Ó, nei, ó, nei. Við brutum og brutum heilann - báða heilana vel að merkja - en gátum bara ekki munað neitt. Ég þaut því að tölvunni - rúv punktur is skástrik kastljós - og fann umræddan þátt. „Æ, já, auðvitað!“ sögðum við bæði.
Ég tók að mér að trix-brúna kartöflurnar og fórst það vel úr hendi. Greinilega gagnlegt trix.
Við borðstofuborðið var kátt - enda kartöflurnar góðar...
Svo þurfti auðvitað að vaska upp. Ef dæma á af jólamyndum síðustu ára hefur mér tekist á undraverðan hátt að forðast uppvaskið. Í gær slapp ég hins vegar ekki. Enda þótti öðrum skemmtilegt að fylgjast með.
Svo var farið að huga að tréinu og því sem þar lá undir. Að sjálfsögðu var hin hefðbundna mynd af börnum, tréi og pökkum tekin. Nema hvað, þar sem Tinnu Rut vantaði þetta árið, þá skaust móðirin sem elding inn á myndina. Myndin varð nú bara betri fyrir vikið.
Að opna pakkana tók góða stund. Eins og alltaf. Mikið af bókum kom úr pökkunum þetta árið. Síðan litu margar skemmtilegar gjafir dagsins ljós, sumar meira að segja gagnlegar. Hún fjarverandi Tinna Rut stal þó senunni með sínum frábæru gjöfum.
Já, við söknuðum Tinnu Rutar. Því er ekki að neita. En kannski verðum við öll saman næstu jól. Hver veit?
Aðfangadagskvöld var skemmtilegt. Góð fjölskyldustund.
Alveg eins og á að vera.
Ég var að skoða nokkrar ljósmyndir sem ég tók í gær og ákvað að skella nokkrum inn hingað.
Aðfangadagur var fínn. Ekkert stress í gangi. Gulla sér auðvitað um að allt sé tilbúið. Ég geri svona einn og einn hlut, sem ég tel mér trú um að telji í stóra samhengi jólanna. Hef líklega rangt fyrir mér þar.
Tréð var keypt fyrir nokkrum dögum. Eftir að koma inn á gólf hjá okkur lækkaði það líklega um eina fjörutíu sentimetra við afskurð. Rúnar Atli var sáttur við það. Hann sér nefnilega um að setja toppinn á tréð og var þetta í fyrst sinn sem hann þurfti ekki að sitja á háhesti á föður sínum.
![]() |
Toppnum tyllt á toppinn |
![]() |
Að skreyta frómas er nákvæmnisverk sem krefst einbeitni |
![]() |
Ánægð og stolt móðir. Drengur lætur ekki truflast |
En mundum við það á aðfangadagskvöld? Ó, nei, ó, nei. Við brutum og brutum heilann - báða heilana vel að merkja - en gátum bara ekki munað neitt. Ég þaut því að tölvunni - rúv punktur is skástrik kastljós - og fann umræddan þátt. „Æ, já, auðvitað!“ sögðum við bæði.
Ég tók að mér að trix-brúna kartöflurnar og fórst það vel úr hendi. Greinilega gagnlegt trix.
Við borðstofuborðið var kátt - enda kartöflurnar góðar...
![]() |
Móðir og dóttir |
![]() |
Sonur og móðir |
![]() |
„Mamma, truflum pabba!“ |
![]() |
Nú er farið að styttast í pakkana! |
![]() |
Sveitalubbavínglas vakti mikla kátínu, en það er ríflega 30 sentilítrar að rúmmáli og með sultuloki. |
![]() |
Ekki var Ofurkonusvuntan síðri - alveg frábær svunta |
Aðfangadagskvöld var skemmtilegt. Góð fjölskyldustund.
Alveg eins og á að vera.
24. desember 2012
Mamma, amma og langamma
Í gær, Þorláksmessu, ókum við Rúnar Atli ásamt ömmu hans frá Grundarfirði í bæinn. Gert var stans á nokkrum stöðum, m.a. á dvalarheimilinu í Borgarnesi. Sjálfsagt heitir dvalarheimilið einhverju flottu nafni, en ég þekki það ekki. Hún amma býr þarna og langaði okkur öll að sjá hana. Rúnar Atli minnist þess ekki að hafa hitt hana, en sjálfsagt sá amma barnabarnabarnið sitt þegar það var um ársgamalt. Ég hef ekki hitt ömmu í mörg ár og man hreinlega ekki hvenær við hittumst síðast.
Þarna hittust fjórir ættliðir, Rúnar Atli, pabbi hans, amma hans og langamma. Það gerist nú ekki á hverjum degi hjá syni mínum. Hann á nefnilega bara eina ömmu og eina langömmu. Hvorki afa né langafa. Þykir gutta þetta hið versta mál og hefur farið í það að útvega sér fósturafa. Hefur einn frændi hans samþykkt að vera kallaður afi af drengnum.
Nóg um það.
Þeir sem þekkja hana ömmu vita jú að hún stríðir við sjúkdóm sem veldur minnistapi. Vissi ég því ekki á hverju var von. En skemmst er frá að segja að gamla konan kom mér skemmtilega á óvart. Vissulega er minnið illilega farið, en amma var eiturhress og kjaftaði á henni hver tuska.
Alveg eins og ég man hana.
Hún sagðist muna eftir mér, virtist alveg með á hreinu hver Villi var, en sagðist þó ekki hefðu þekkt mig út á götu.
„Þú ert svo forstjóralegur,“ sagði gamla konan, „að ég hefði aldrei þekkt þig!“
Hm, ég er semsagt ekki forstjóralegur í hennar minningum. Jæja, ég get þó huggað mig við að vera forstjóralegur í dag. Þótti það reyndar skrýtið því ég var í gallabuxum og hnepptri lopapeysu.
Ég held að merkilegast við ömmu hafi mér fundist að hún gerir sér alveg grein fyrir sínu minnisleysi. Ég átti einhvern veginn ekki von á því. Einhvern tímann í samræðunum spurði hún mömmu hvort hún (amma) hefði tekið saman við pabba mömmu. Jú, jú, mamma hélt nú það.
„Og eignuðumst við einhver börn til viðbótar,“ vildi amma fá að vita. „Jú,“ sagði mamma, „tíu stykki!“
Þetta þótti ömmu stórmerkilegt, og tísti í henni yfir því að hafa átt svo mörg börn.
Svona gengu samræðurnar. Mér fannst gaman að því hve amma vildi fræðast mikið um sína eigin hagi. Eins og ég sagði að ofan, þá kom mér á óvart hvað hún gerði sér góða grein fyrir minnistapinu og spyr mikið um gamla tíð.
Og svo, alveg eins og í gamla daga, streymdu ráðleggingarnar frá gömlu konunni. Ég er núna miklu fróðari um barnauppeldi og Rúnar Atli veit að það má ekki láta allt eftir honum. Ég get þá vitnað í langömmu hans ef hann fer eitthvað að ybba gogg. Rúnar Atli gleymir henni ekki svo glatt. Honum fannst magnað að hún væri áttatíuogníu ára.
Þegar við héldum á brott, eftir að kveðja og óska gleðilegrar hátíðar, þá þótti mér gott að hafa hitt ömmu. Henni virðist líða vel og það er fyrir mestu.
Þarna hittust fjórir ættliðir, Rúnar Atli, pabbi hans, amma hans og langamma. Það gerist nú ekki á hverjum degi hjá syni mínum. Hann á nefnilega bara eina ömmu og eina langömmu. Hvorki afa né langafa. Þykir gutta þetta hið versta mál og hefur farið í það að útvega sér fósturafa. Hefur einn frændi hans samþykkt að vera kallaður afi af drengnum.
Nóg um það.
Þeir sem þekkja hana ömmu vita jú að hún stríðir við sjúkdóm sem veldur minnistapi. Vissi ég því ekki á hverju var von. En skemmst er frá að segja að gamla konan kom mér skemmtilega á óvart. Vissulega er minnið illilega farið, en amma var eiturhress og kjaftaði á henni hver tuska.
Alveg eins og ég man hana.
Hún sagðist muna eftir mér, virtist alveg með á hreinu hver Villi var, en sagðist þó ekki hefðu þekkt mig út á götu.
„Þú ert svo forstjóralegur,“ sagði gamla konan, „að ég hefði aldrei þekkt þig!“
Hm, ég er semsagt ekki forstjóralegur í hennar minningum. Jæja, ég get þó huggað mig við að vera forstjóralegur í dag. Þótti það reyndar skrýtið því ég var í gallabuxum og hnepptri lopapeysu.
Ég held að merkilegast við ömmu hafi mér fundist að hún gerir sér alveg grein fyrir sínu minnisleysi. Ég átti einhvern veginn ekki von á því. Einhvern tímann í samræðunum spurði hún mömmu hvort hún (amma) hefði tekið saman við pabba mömmu. Jú, jú, mamma hélt nú það.
„Og eignuðumst við einhver börn til viðbótar,“ vildi amma fá að vita. „Jú,“ sagði mamma, „tíu stykki!“
Þetta þótti ömmu stórmerkilegt, og tísti í henni yfir því að hafa átt svo mörg börn.
Svona gengu samræðurnar. Mér fannst gaman að því hve amma vildi fræðast mikið um sína eigin hagi. Eins og ég sagði að ofan, þá kom mér á óvart hvað hún gerði sér góða grein fyrir minnistapinu og spyr mikið um gamla tíð.
Og svo, alveg eins og í gamla daga, streymdu ráðleggingarnar frá gömlu konunni. Ég er núna miklu fróðari um barnauppeldi og Rúnar Atli veit að það má ekki láta allt eftir honum. Ég get þá vitnað í langömmu hans ef hann fer eitthvað að ybba gogg. Rúnar Atli gleymir henni ekki svo glatt. Honum fannst magnað að hún væri áttatíuogníu ára.
![]() |
Rúnar Atli og langamma |
17. desember 2012
Eins og á stríðsárunum...
„Hvað er þetta með ykkur tvo?“ spurði Dagmar Ýr okkur Rúnar Atla rétt í þessu.
„Þetta er eins og á stríðsárunum hjá ykkur!“ bætti hún við.
Hvert var tilefni þessara ummæla frumburðarins?
Jú, við Rúnar Atli sátum inni í stofu og hlustuðum á útvarpið! Já, gömlu gufuna meira að segja.
Við vorum að hlusta á Leynifélagið, en þar var viðtal við Grýlu og jólaköttinn sjálfan.
Ef stríðsárin voru svona, þá hafa þau ekki verið alslæm.
„Þetta er eins og á stríðsárunum hjá ykkur!“ bætti hún við.
Hvert var tilefni þessara ummæla frumburðarins?
Jú, við Rúnar Atli sátum inni í stofu og hlustuðum á útvarpið! Já, gömlu gufuna meira að segja.
Við vorum að hlusta á Leynifélagið, en þar var viðtal við Grýlu og jólaköttinn sjálfan.
Ef stríðsárin voru svona, þá hafa þau ekki verið alslæm.
10. desember 2012
Gullkorn eins átta ára
Áðan fórum við í gegnum öryggisskoðun á Heathrow flugvellinum. Þegar við vorum búin að láta gegnumlýsa handtöskur og okkur sjálf, spurði Rúnar Atli:
„Erum við núna frjáls?“
„Erum við núna frjáls?“
Kominn til Evrópu
Mættur til Lundúna. Flugið gekk vel og yfir litlu að kvarta. Lentum þó aftur í að sitja út í vél í nærri klukkustund áður en lagt var af stað. Skýringin í þetta sinn var að einhver lyftubúnaður sem notaður er til að koma farangri um borð var í ólagi. Því tók miklu lengri tíma en venjulega að hlaða vélina. En þetta hafðist nú allt að lokum.
Svo þurftum við að sækja töskur hér og koma að Flugleiðaborðinu. Mættum einum og hálfum tíma áður en Flugleiðir opnuðu, þ.a. við settumst á kaffistað og nutum lífsins og kaffis fram að opnun. Ekkert koníak...
Núna sitjum við á eðalstofu, í boði frúarinnar, og drepum tímann. Þrjár klukkustundir til brottfarar, sex klukkustundir til lendingar í Keflavík.
Allt kemur þetta með kalda vatninu.
Svo þurftum við að sækja töskur hér og koma að Flugleiðaborðinu. Mættum einum og hálfum tíma áður en Flugleiðir opnuðu, þ.a. við settumst á kaffistað og nutum lífsins og kaffis fram að opnun. Ekkert koníak...
Núna sitjum við á eðalstofu, í boði frúarinnar, og drepum tímann. Þrjár klukkustundir til brottfarar, sex klukkustundir til lendingar í Keflavík.
Allt kemur þetta með kalda vatninu.
9. desember 2012
Fríhöfn hvað?
Einhvern tímann um daginn uppgötvaði ég að til eru s-afrískar kæfur sem eru virkilega góðar.
Nú held ég hún móðir mín blessunin krossi sig í bak og fyrir: „Vilhjálmur farinn að borða kæfu! Skyldi sólin ekki bara farin að ganga í kringum tunglið!“
Kannski.
Þessar kæfur sem ég komst upp á lagið með eru reyndar ekki kindakæfur, heldur gnýjakæfa og spjóthafrakæfa. (Gnýr nefnist gnu eða wildebeest á útlensku, og spjóthafur oryx eða gemsbok).
Í flottu kringlunni í Jóhannesarborg hef ég fundið sælkeraverslun sem selur svona hnossgæti. Ekki bara þessar tvær tegundir, heldur líka kæfur af sebrahestum, strútum og krókódílum. Og kannski einhverjum dýrum fleiri. Lítil dós af svona löguðu kostar 42 rönd, sem jafngildir 600 krónum. Svona hérumbil.
Og þá er komið að tilgangi þessa pistils.
Á flugvellinum hér í Jóhannesarborg - uppáhaldsflugvellinum mínum, vel að merkja - rakst ég á svona kæfur í búð einni áðan. Fríhafnarbúð, skal tekið fram.
Og hvað skyldi hnossgætið hafa kostað þar?
Jú, ekki nema 90 rönd dósin!
Aðeins 114 prósentum dýrari en í kringlunni flottu. Og kringla sú er ekki sú ódýrasta í veröldinni.
Sér er nú hver fríhöfnin...
Nú held ég hún móðir mín blessunin krossi sig í bak og fyrir: „Vilhjálmur farinn að borða kæfu! Skyldi sólin ekki bara farin að ganga í kringum tunglið!“
Kannski.
Þessar kæfur sem ég komst upp á lagið með eru reyndar ekki kindakæfur, heldur gnýjakæfa og spjóthafrakæfa. (Gnýr nefnist gnu eða wildebeest á útlensku, og spjóthafur oryx eða gemsbok).
Í flottu kringlunni í Jóhannesarborg hef ég fundið sælkeraverslun sem selur svona hnossgæti. Ekki bara þessar tvær tegundir, heldur líka kæfur af sebrahestum, strútum og krókódílum. Og kannski einhverjum dýrum fleiri. Lítil dós af svona löguðu kostar 42 rönd, sem jafngildir 600 krónum. Svona hérumbil.
Og þá er komið að tilgangi þessa pistils.
Á flugvellinum hér í Jóhannesarborg - uppáhaldsflugvellinum mínum, vel að merkja - rakst ég á svona kæfur í búð einni áðan. Fríhafnarbúð, skal tekið fram.
Og hvað skyldi hnossgætið hafa kostað þar?
Jú, ekki nema 90 rönd dósin!
Aðeins 114 prósentum dýrari en í kringlunni flottu. Og kringla sú er ekki sú ódýrasta í veröldinni.
Sér er nú hver fríhöfnin...
Beðið eftir flugvél
Nú sitjum við fjölskyldan á alþjóðaflugvellinum í Jóhannesarborg. Mættum tímanlega, svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Enda þurftum við að treysta á nókía-dömuna með yndisþýðu röddina, og vildum því hafa vaðið fyrir neðan okkur. Tókum einu sinni eða tvisvar ranga beygju, en enduðum á réttum áfangastað. Reyndar ætluðum við á ákveðinn veitingastað fyrst og nókía-daman lóðsaði okkur þangað. En viti menn, ekkert veitingahús! Kannski er götukortið í símanum orðið gamalt og veitingastaðurinn kominn á hausinn. Gæti svosum vel verið, því ég hef ekkert spáð í kortafídusinn í símanum lengi, lengi.
Þar sem við mættum snemma, var rólegt við innritunarborðið og eins í öryggiseftirlitinu og vegabréfsskoðuninni. Við komum okkur fljótlega fyrir á kaffistað, hvers nafn útleggst Bollinn og baunin á því ylhýra.
Núna drekk ég mjólkurhristinginn minn eins hægt og mögulegt er, en við viljum sitja hér í góða stund enn. Pöntum eitthvað smálegt öðru hverju til að halda þjóninum heitum.
Fyrir höndum er ellefu tíma flug til Lundúna. Ekkert okkar hlakkar sérlega til þessa flugs, en þetta fylgir því að eiga heima langt í burtu frá Fróni. Ekki bætir úr skák að þurfa að sækja töskurnar á Heathrow og koma þeim á réttan stað. Eitthvað bull um að suður-afrísku flugleiðirnar og þær íslensku séu ekki með einhvern samstarfssamning. Ekki veit ég hversu oft við höfum ferðast milli Jóh.borgar og Keflavíkur og tékkað farangurinn alla leið. En, einstaka sinnum lendir maður á einhverjum flugvallarstarfsmanni sem höndlar þetta ekki.
En sem betur fer er nægur tími í Lundúnum.
Svo er flug þaðan klukkan eitt e.h. að staðartíma og lending heima klukkan fjögur.
Ætli maður verði ekki að fara úr stuttbuxunum og fara í síðar áður en vélin opnar dyrnar í Keflavík?
Gæti trúað því.
Þar sem við mættum snemma, var rólegt við innritunarborðið og eins í öryggiseftirlitinu og vegabréfsskoðuninni. Við komum okkur fljótlega fyrir á kaffistað, hvers nafn útleggst Bollinn og baunin á því ylhýra.
Núna drekk ég mjólkurhristinginn minn eins hægt og mögulegt er, en við viljum sitja hér í góða stund enn. Pöntum eitthvað smálegt öðru hverju til að halda þjóninum heitum.
Fyrir höndum er ellefu tíma flug til Lundúna. Ekkert okkar hlakkar sérlega til þessa flugs, en þetta fylgir því að eiga heima langt í burtu frá Fróni. Ekki bætir úr skák að þurfa að sækja töskurnar á Heathrow og koma þeim á réttan stað. Eitthvað bull um að suður-afrísku flugleiðirnar og þær íslensku séu ekki með einhvern samstarfssamning. Ekki veit ég hversu oft við höfum ferðast milli Jóh.borgar og Keflavíkur og tékkað farangurinn alla leið. En, einstaka sinnum lendir maður á einhverjum flugvallarstarfsmanni sem höndlar þetta ekki.
En sem betur fer er nægur tími í Lundúnum.
Svo er flug þaðan klukkan eitt e.h. að staðartíma og lending heima klukkan fjögur.
Ætli maður verði ekki að fara úr stuttbuxunum og fara í síðar áður en vélin opnar dyrnar í Keflavík?
Gæti trúað því.
Fjölmenn brúðkaupsveisla
Athygli okkar hefur vakið hversu mikið af indverskum múslímum er hér á hótelinu. Án efa stór meirihluti hótelgesta. Einnig hefur okkur virst að þeir þekkist flestir.
Nú í morgun fór einn þeirra að spjalla við okkur í lyftunni. Eldri maður sem var forvitinn um okkar hagi. Kom upp úr kafinu að hann var í Jóhannesarborg til að sækja brúðkaupsveislu.
„Og eru margir gestir?“ spurðum við.
„Já, eitthvað yfir þúsund,“ svaraði hann.
Maður varð eiginlega kjaftstopp.
Þúsund manna brúðkaupsveisla. Ég vissi varla að svoleiðis væri hægt.
Nú í morgun fór einn þeirra að spjalla við okkur í lyftunni. Eldri maður sem var forvitinn um okkar hagi. Kom upp úr kafinu að hann var í Jóhannesarborg til að sækja brúðkaupsveislu.
„Og eru margir gestir?“ spurðum við.
„Já, eitthvað yfir þúsund,“ svaraði hann.
Maður varð eiginlega kjaftstopp.
Þúsund manna brúðkaupsveisla. Ég vissi varla að svoleiðis væri hægt.
8. desember 2012
Týndur farþegi, áttavillt fjölskylda - fríið byrjað
Þá er jólafríið byrjað. Við lögðum af stað í gær frá Lílongve, en þaðan er ríflega tveggja tíma flug til Jóhannesarborgar. Þar stoppum við í tvær nætur, svona til að fá tilfinningu fyrir því að vera í fríi.
Í Lílongve er búið að vera yfirvinnubann hjá flugvallarstarfsmönnum, sem þýðir að ekkert gerist á flugvellinum í hádeginu. En þá er einmitt mesta traffíkin um völlinn. Flugvélin sem við tókum lendir t.d. um hálfeitt og er farin aftur þremur korterum seinna. Því vissum við ekki alveg hvort allt yrði á réttum tíma. En í gær virtist þetta komið í lag. Við mættum á réttum tíma, fengum brottfararspjöld og vorum komin út í vél um eittleytið.
Allt eftir bókinni.
En svo gerist ekkert. Allir sestir, en einhverju virðist beðið eftir. Tuttugu mínútum eða svo eftir áætlaða brottför segir flugstjórinn okkur að það vanti einn farþega. Vandamálið sé að það sé ekki alveg vitað hver það sé. Auðvitað má ekki fljúga með töskur einhvers sem hverfur svona, en til að finna töskurnar þarf að vita hver maðurinn er.
Skömmu síðar koma flugfreyjurnar með farþegalistann. „Hvað heitið þið?“ vorum við spurð. Hinum megin við ganginn sat kínverskur maður sem virtist ekki tala ensku. Eftir smástund tekst flugfreyjunni þó að fá brottfararspjaldið hjá honum. Upphófst þá mikið óðagot við að koma okkur af stað. Þarna var nefnilega týndi maðurinn kominn!
Sat allan tímann út í vél.
Fjörutíu mínútna seinkun út af engu.
Viðbúið er að flugstjórinn hafi blótað allhressilega.
Svo lentum við í Jóhannesarborg. Náðum okkur í bílaleigubílinn og Gulla sat með leiðbeiningar frá hótelinu um hvernig ætti að komast á hótelið. Hún var sem sagt lóðsinn.
Vandamálið var hins vegar að greinilega vantaði upplýsingar um fyrstu götuna sem fara átti á!
Við hringsóluðum því í kringum flugvöllinn í góða stund, leitandi að veganúmeri sem hvergi sást.
Á endanum datt mér í hug að gamli Nókía-síminn minn er með einhverjum kortafídus. Kveikti á þessu, og viti menn, síminn vissi hvar við vorum.
Sló síðan inn hótelheitinu og, viti menn aftur! Síminn gat sagt mér að þangað væru 14,8 kílómetrar.
Akstursleiðbeiningar, var það næsta sem ég bað um.
Jú, „taktu vinstri beygju eftir 350 metra og svo strax vinstri beygju.“
Við brunuðum af stað og undir skýrum leiðbeiningum einhverrar dásamlegrar kvenraddar komumst við klakklaust á leiðarenda. Beygði reyndar vitlaust einu sinni, en daman var enga stund að koma mér aftur á beinu brautina.
Já, er ekki tæknin dásamleg?
Nú er bara að njóta lífsins fram á sunnudag.
Í Lílongve er búið að vera yfirvinnubann hjá flugvallarstarfsmönnum, sem þýðir að ekkert gerist á flugvellinum í hádeginu. En þá er einmitt mesta traffíkin um völlinn. Flugvélin sem við tókum lendir t.d. um hálfeitt og er farin aftur þremur korterum seinna. Því vissum við ekki alveg hvort allt yrði á réttum tíma. En í gær virtist þetta komið í lag. Við mættum á réttum tíma, fengum brottfararspjöld og vorum komin út í vél um eittleytið.
Allt eftir bókinni.
En svo gerist ekkert. Allir sestir, en einhverju virðist beðið eftir. Tuttugu mínútum eða svo eftir áætlaða brottför segir flugstjórinn okkur að það vanti einn farþega. Vandamálið sé að það sé ekki alveg vitað hver það sé. Auðvitað má ekki fljúga með töskur einhvers sem hverfur svona, en til að finna töskurnar þarf að vita hver maðurinn er.
Skömmu síðar koma flugfreyjurnar með farþegalistann. „Hvað heitið þið?“ vorum við spurð. Hinum megin við ganginn sat kínverskur maður sem virtist ekki tala ensku. Eftir smástund tekst flugfreyjunni þó að fá brottfararspjaldið hjá honum. Upphófst þá mikið óðagot við að koma okkur af stað. Þarna var nefnilega týndi maðurinn kominn!
Sat allan tímann út í vél.
Fjörutíu mínútna seinkun út af engu.
Viðbúið er að flugstjórinn hafi blótað allhressilega.
Svo lentum við í Jóhannesarborg. Náðum okkur í bílaleigubílinn og Gulla sat með leiðbeiningar frá hótelinu um hvernig ætti að komast á hótelið. Hún var sem sagt lóðsinn.
Vandamálið var hins vegar að greinilega vantaði upplýsingar um fyrstu götuna sem fara átti á!
Við hringsóluðum því í kringum flugvöllinn í góða stund, leitandi að veganúmeri sem hvergi sást.
Á endanum datt mér í hug að gamli Nókía-síminn minn er með einhverjum kortafídus. Kveikti á þessu, og viti menn, síminn vissi hvar við vorum.
Sló síðan inn hótelheitinu og, viti menn aftur! Síminn gat sagt mér að þangað væru 14,8 kílómetrar.
Akstursleiðbeiningar, var það næsta sem ég bað um.
Jú, „taktu vinstri beygju eftir 350 metra og svo strax vinstri beygju.“
Við brunuðum af stað og undir skýrum leiðbeiningum einhverrar dásamlegrar kvenraddar komumst við klakklaust á leiðarenda. Beygði reyndar vitlaust einu sinni, en daman var enga stund að koma mér aftur á beinu brautina.
Já, er ekki tæknin dásamleg?
Nú er bara að njóta lífsins fram á sunnudag.
17. nóvember 2012
Gaman í vinnunni
Ég verð að viðurkenna að oft er gaman í vinnunni. Sumt er skemmtilegra en annað. Stundum er verið að hleypa einhverju af stokkunum eða afhenda eitthvað. Þá er yfirleitt gerður dagamunur og sungið og dansað.
Um nokkurt skeið hefur staðið yfir undirbúningur á tilraunaverkefni sem minn vinnuveitandi, Þróunarsamvinnustofnun Íslands, Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, Matvæla- og landbúnaðarstofnun S.þ. og menntamálaráðuneyti Malaví standa að. Matvælaáætlunin hefur borið hitann og þungan af þessu, en ÞSSÍ leggur til fjármagnið. Markmið verkefnisins er að koma á laggirnar heimaræktuðum skólamáltíðum í þremur skólum. Svona verkefni hafa tekist mjög vel í Brasilíu og nú reynir á hvort þetta virki í Malaví.
Í gær var verkefninu hleypt formlega af stokkunum. Eins og venjan er við svoleiðis tækifæri þurfa ýmsir að láta ljós sitt skína og halda ræður. Ég var einn þeirra. Ræðurnar, þótt góðra gjalda verðar, eru hins vegar ekki skemmtilegasti hluti svona tækifæra, heldur söngvar og dansar barnanna sem munu njóta góðs af verkefninu. Ég sat á besta stað og var með litla myndavél sem getur tekið kvikmyndir. Nýtti ég því tækifærið og myndaði mörg skemmtiatriðin.
Hér er myndskeið sem gefur ykkur nasasjón af því sem fyrir augu mín bar.
Um nokkurt skeið hefur staðið yfir undirbúningur á tilraunaverkefni sem minn vinnuveitandi, Þróunarsamvinnustofnun Íslands, Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, Matvæla- og landbúnaðarstofnun S.þ. og menntamálaráðuneyti Malaví standa að. Matvælaáætlunin hefur borið hitann og þungan af þessu, en ÞSSÍ leggur til fjármagnið. Markmið verkefnisins er að koma á laggirnar heimaræktuðum skólamáltíðum í þremur skólum. Svona verkefni hafa tekist mjög vel í Brasilíu og nú reynir á hvort þetta virki í Malaví.
Í gær var verkefninu hleypt formlega af stokkunum. Eins og venjan er við svoleiðis tækifæri þurfa ýmsir að láta ljós sitt skína og halda ræður. Ég var einn þeirra. Ræðurnar, þótt góðra gjalda verðar, eru hins vegar ekki skemmtilegasti hluti svona tækifæra, heldur söngvar og dansar barnanna sem munu njóta góðs af verkefninu. Ég sat á besta stað og var með litla myndavél sem getur tekið kvikmyndir. Nýtti ég því tækifærið og myndaði mörg skemmtiatriðin.
Hér er myndskeið sem gefur ykkur nasasjón af því sem fyrir augu mín bar.
2. nóvember 2012
Úgöndu ferð
Síðustu viku hef ég verið að heiman. Úganda var áfangastaðurinn. Sótti ég fund og námskeið þar. Einnig fóru þrír dagar í vettvangsferðir. Í þeim lá leiðin annars vegar austur á bóginn í sunnanverðri Úgöndu, eiginlega alveg að landamærum Austur Kongó, og hins vegar út á tvær eyjur í Viktoríuvatni. Þetta var mikill hristingur í bíl og á ég eftir að kíkja á kort til að átta mig betur á yfirferðinni.
Þetta var í þriðja skiptið sem ég sæki Úgöndu heim, en aldrei séð jafnmikið af landinu og nú. Sem ég sit í flugvélinni á leið til Lílongve og hugsa til baka um þessa daga þá stendur líklega tvennt uppúr.
Það fyrra er náttúrufegurð. Úganda, a.m.k. sá hluti sem ég flæktist um, er fallegt land. Iðagrænt og frjósamt. Gróður vex út um allt. Enda skilst mér að hungur sé nær óþekkt í þessu landi. Bananar eru uppistaða í matreiðslu heimamanna. Þarna vaxa mismunandi tegundir af banönum, líklega einar fjórar, sumar sem eru ótrúlega góðar í eldaða rétti og svo tegundir sem eru góðar til átu ferskar. Svona eins og þeir bananar sem við Íslendingar þekkjum fyrst og fremst.
Og ananasinn, maður minn! Ferskur ananas er þvílíkt lostæti þarna að ég hef sjaldan kynnst öðru eins. Safaríkur og sætur, en þó mildur, á bragðið. Hann bráðnar í munninum á manni. Bókstaflega.
Alls konar ávextir aðrir og grænmeti er ræktað þarna. Og allt hvert öðru betra. Útaf þessari gnótt ávaxta og grænmetis þá held ég að hungur sé sjaldgæft í Úgöndu.
Það síðara sem uppúr stendur er ekki alveg jafnskemmtilegt afspurnar.
Umferðin.
Æjæjæ, þvílíka og aðra eins umferð hef ég varla nokkurn tímann séð. Akstursmátinn er skelfilegur. Kampala, sem er höfuðborgin, er lyginni líkust þegar umferð ber á góma. Þar er frekar lítið af umferðarljósum og grunar mig að ástæðan sé að engum dytti í hug að fara eftir þeim. Í stað umferðarljósa eru hringtorg á helstu gatnamótum. Þessi hringtorg virðast mér vera uppspretta tafanna sem maður upplifir þarna.
Umferðin.
Æjæjæ, þvílíka og aðra eins umferð hef ég varla nokkurn tímann séð. Akstursmátinn er skelfilegur. Kampala, sem er höfuðborgin, er lyginni líkust þegar umferð ber á góma. Þar er frekar lítið af umferðarljósum og grunar mig að ástæðan sé að engum dytti í hug að fara eftir þeim. Í stað umferðarljósa eru hringtorg á helstu gatnamótum. Þessi hringtorg virðast mér vera uppspretta tafanna sem maður upplifir þarna.
Aðferðin við að aka inn í hringtorg er einhvern veginn á þessa leið. Þegar maður nálgast hringtorgið, þá læsir maður höfðinu þannig að maður sé einungis fram fyrir sig. Alls ekki að horfa til hliðar til að sjá hvernig umferðin er í hringtorginu. Síðan er leiðin að aka bara inn í hringtorgið, án nokkurs tillits til umferðarinnar sem í hringtorginu er. Stundum fannst mér jafnvel gefið í þegar hringtorg nálgaðist.
Þessi akstursmáti gerir það að verkum að fyrir svona nýgræðing eins og mig þá er umferðin í hringtorgum gersamlega óskiljanleg. Og hvernig nokkur bíll kemst í gegnum hringtorg án þess að lenda í þremur, fjórum árekstrum er fyrir ofan minn skilning.
En einhvern veginn gengur þetta.
Að lokum.
Mér er sagt að á háannatíma stjórni lögregluþjónar umferðinni á helstu gatnamótum. Þá hleypa þeir víst umferð í eina átt í 15 - 30 mínútur áður en þeir stoppa hana og hleypa umferð í aðra átt. Bíða svo í svipaðan tíma og hleypa þá umferðinni af stað í fyrri áttina o.s.frv. Því getur þurft að sitja lengi í kyrrstæðum bílum.
Einn daginn um kvöldmatarleytið var ég í bíl sem lenti í svona löggustoppum. Í einu hringtorgi sá ég þrjá lögregluþjóna sem voru að stjórna umferðinni. Hver á sinni götu inn í hringtorgið. Ekki virtist mér mikil samhæfing á ferð þar, enda tók um 20 míntútur að komast þrjá-fjórðu úr hring.
Ótrúlegt.
Að umferðinni undanskilinni, þá þykir mér mikið til Úgöndu koma. Vonandi fæ ég fleiri tækifæri til að komast þangað síðar.
24. október 2012
Stærri fjölskylda orðin staðreynd
Enn einn sólríkur dagur rann upp í Malaví í dag. Um fimmleytið vöknuðum við þegar gemsinn hennar Gullu hringdi. Annar næturvarðanna tjáði henni að eitthvað væri að gerast hjá Bounty. Bounty er hvolpafulla tíkin. Við beint framúr að kanna aðstæður. Einn hvolpur hafði fæðst, en því miður andvana. Bounty, stelpugreyið, vissi ekki hvað átti að gera, ekki síst eftir að við tókum hvolpinn. Hljóp hún út um allt að leita. Þetta var nú reyndar frekar væskilslegur hvolpur, fannst okkur.
Leið og beið, og ekkert meira gerðist. Við hringdum í neyðarlínu dýralæknisins, og tók smástund fyrir hann að róa okkur niður. Tókst að lokum. Sú hvolpafulla var nú í rólegri kantinum, en andaði þó ört og tungan lafði niður á gólf. Eftir þrjá tíma var mér ekki til setunnar boðið - vinnan beið.
Rúnar Atli er í skólafríi þessa vikuna og um 10 leytið var móðirin búin að fá nóg af syninum og plantaði honum í vinnuna til mín. Hann er fínn þar, dundar sér í tölvu á milli þess sem hann kíkir á það sem til er í ísskápnum. og spjallar við dömurnar á skrifstofunni. Svo fórum við saman í hádegismat - hann bauð - en hann á núna nýtt uppáhaldskaffihús. Ama Khofi heitir það og býður upp á frábært íste.
Nóg um það. Þegar klukkan var að nálgast fjögur vorum við tveir á leiðinni heim. Hringir ekki Gulla í ofboði. Einn hvolpur kominn út. Á lífi, en fylgjan kom ekki út og allt virtist fast. Gáfum við Rúnar Atli í, æddum heim, náðum í Gullu og Bounty - og hvolpinn að sjálfsögðu - og brunuðum til dýralæknisins. Hvolpur númer tvö var byrjaður að gægjast í heiminn, ja, ef hægt er að gægjast með afturendanum.
Sá sneri sem sagt öfugt, kominn að einum þriðja út, og sá fyrsti enn fylgjufastur við móðurina.
Okkur leist bara ekkert á blikuna, skal ég viðurkenna.
En á einhvern hátt náði sú stutta að koma hvolpi númer tvö út, og við það kom fylgjan frá þessum númer eitt líka.
Mikill léttir.
Kom í ljós að Bounty virðist fædd í móðurhlutverkið. Vissi upp á hár hvað ætti að gera og fyrr en varði var farið að tísta í nýju hvolpunum tveimur. Fyrr en varði voru þeir farnir að totta spena. Annar kolsvartur, virðist okkur, og hinn tvílitur, svartur og hvítur.
Dýralæknirinn sagði að verkinu væri ekki lokið. Einhverjir fleiri væru þarna inni. En við róuðumst svolítið við þessa heimsókn til dýralæknisins. Áttuðum okkur á því að tíkin veit hvað hún er að gera og best að vera ekki að trufla hana of mikið.
Að þessu loknu héldum við heim á leið. Bjuggum vel um Bounty og hvolpana tvo, og svo hófst biðin. Síðan uppúr sjö fór að draga til tíðinda. Sú stutta rembdist og rembdist og lítið virtist ganga. Við Rúnar Atli vorum í því að strúka henni um bakið og gefa henni hunangsvatn að drekka. Að lokum kom þriðji hvolpurinn út. Flott fannst borgarbarninu, mér, að sjá hversu Bounty var eldsnögg að sleikja frá vitum hvolpsins og að naga naflastrenginn í burtu.
Náttúran sér um sína.
Sýnist okkur að hvolpur númer þrjú sé sá stærsti. Hann er svartur og hvítur, en þó virðist svarti liturinn aðeins út í grátt. En, kannski erfitt að segja þegar hvolpurinn er svona nýfæddur.
Skömmu seinna fór allt aftur af stað. Ég hafði fundið fyrir fjórða hvolpinum þegar sá þriðji var að koma í heiminn. Nú var röðin komin að honum. Hann snéri öfugt, eins og hvolpur númer tvö. Leist mér orðið ekkert á blikuna. Var meira að segja kominn með miklar áhyggjur. Hvolpurinn virtist nefnilega fastur við framfæturna. Bounty greyið ýtti og ýtti, en ekkert gekk. Að lokum stóð hún upp og reyndi að hrista hvolpinn út. Greinilega var hún í vandræðum. Þegar hún svo skellti sér á rassinn, þá leist mér þannig á að þessi hvolpur myndi ekki kemba hærurnar. Tók ég mig til, greip um hvolpinn og togaði nokkrum sinnum. Fyrst frekar ræfilslega, enda skíthræddur við þetta, en tók svo fastar og fastar á.
Allt í einu losnaði hvolpurinn og kom út. Skellti ég honum beint við nefið á Bounty, sem þegar tók til við sína vinnu. Þessi hvolpur virtist mér alveg hvítur. Enn leist mér ekki á þetta, því hvolpurinn andaði skringilega og tók kippi öðru hverju. En hann hafði þetta af. Mikið var ég feginn. Og ekki þá síður Rúnar Atli.
Leið og beið, og ekkert meira gerðist. Við hringdum í neyðarlínu dýralæknisins, og tók smástund fyrir hann að róa okkur niður. Tókst að lokum. Sú hvolpafulla var nú í rólegri kantinum, en andaði þó ört og tungan lafði niður á gólf. Eftir þrjá tíma var mér ekki til setunnar boðið - vinnan beið.
Rúnar Atli er í skólafríi þessa vikuna og um 10 leytið var móðirin búin að fá nóg af syninum og plantaði honum í vinnuna til mín. Hann er fínn þar, dundar sér í tölvu á milli þess sem hann kíkir á það sem til er í ísskápnum. og spjallar við dömurnar á skrifstofunni. Svo fórum við saman í hádegismat - hann bauð - en hann á núna nýtt uppáhaldskaffihús. Ama Khofi heitir það og býður upp á frábært íste.
Nóg um það. Þegar klukkan var að nálgast fjögur vorum við tveir á leiðinni heim. Hringir ekki Gulla í ofboði. Einn hvolpur kominn út. Á lífi, en fylgjan kom ekki út og allt virtist fast. Gáfum við Rúnar Atli í, æddum heim, náðum í Gullu og Bounty - og hvolpinn að sjálfsögðu - og brunuðum til dýralæknisins. Hvolpur númer tvö var byrjaður að gægjast í heiminn, ja, ef hægt er að gægjast með afturendanum.
Sá sneri sem sagt öfugt, kominn að einum þriðja út, og sá fyrsti enn fylgjufastur við móðurina.
Okkur leist bara ekkert á blikuna, skal ég viðurkenna.
En á einhvern hátt náði sú stutta að koma hvolpi númer tvö út, og við það kom fylgjan frá þessum númer eitt líka.
Mikill léttir.
Kom í ljós að Bounty virðist fædd í móðurhlutverkið. Vissi upp á hár hvað ætti að gera og fyrr en varði var farið að tísta í nýju hvolpunum tveimur. Fyrr en varði voru þeir farnir að totta spena. Annar kolsvartur, virðist okkur, og hinn tvílitur, svartur og hvítur.
Dýralæknirinn sagði að verkinu væri ekki lokið. Einhverjir fleiri væru þarna inni. En við róuðumst svolítið við þessa heimsókn til dýralæknisins. Áttuðum okkur á því að tíkin veit hvað hún er að gera og best að vera ekki að trufla hana of mikið.
Að þessu loknu héldum við heim á leið. Bjuggum vel um Bounty og hvolpana tvo, og svo hófst biðin. Síðan uppúr sjö fór að draga til tíðinda. Sú stutta rembdist og rembdist og lítið virtist ganga. Við Rúnar Atli vorum í því að strúka henni um bakið og gefa henni hunangsvatn að drekka. Að lokum kom þriðji hvolpurinn út. Flott fannst borgarbarninu, mér, að sjá hversu Bounty var eldsnögg að sleikja frá vitum hvolpsins og að naga naflastrenginn í burtu.
Náttúran sér um sína.
Sýnist okkur að hvolpur númer þrjú sé sá stærsti. Hann er svartur og hvítur, en þó virðist svarti liturinn aðeins út í grátt. En, kannski erfitt að segja þegar hvolpurinn er svona nýfæddur.
Skömmu seinna fór allt aftur af stað. Ég hafði fundið fyrir fjórða hvolpinum þegar sá þriðji var að koma í heiminn. Nú var röðin komin að honum. Hann snéri öfugt, eins og hvolpur númer tvö. Leist mér orðið ekkert á blikuna. Var meira að segja kominn með miklar áhyggjur. Hvolpurinn virtist nefnilega fastur við framfæturna. Bounty greyið ýtti og ýtti, en ekkert gekk. Að lokum stóð hún upp og reyndi að hrista hvolpinn út. Greinilega var hún í vandræðum. Þegar hún svo skellti sér á rassinn, þá leist mér þannig á að þessi hvolpur myndi ekki kemba hærurnar. Tók ég mig til, greip um hvolpinn og togaði nokkrum sinnum. Fyrst frekar ræfilslega, enda skíthræddur við þetta, en tók svo fastar og fastar á.
Allt í einu losnaði hvolpurinn og kom út. Skellti ég honum beint við nefið á Bounty, sem þegar tók til við sína vinnu. Þessi hvolpur virtist mér alveg hvítur. Enn leist mér ekki á þetta, því hvolpurinn andaði skringilega og tók kippi öðru hverju. En hann hafði þetta af. Mikið var ég feginn. Og ekki þá síður Rúnar Atli.
![]() |
Rúnar Atli á heimatilbúnu fæðingardeildinni |
![]() |
Rúnar Atli og hvolpur númer tvö |
![]() |
Systkini á spena |
10. október 2012
Matur er mannsins megin
Fyrir nokkru heimsótti ég þrjá skóla hér í Malaví. Ástæðan var að þessir skólar gætu orðið þátttakendur í verkefni sem íslenskir þróunarsamvinnupeningar styðja við. Þessi ferð var fyrst og fremst til að sjá með eigin augum ástandið. Ég skrifa örugglega meira síðar um þessa skóla.
Meðal annars skoðaði ég mötuneytið í einum skólanna. Þessi skóli er einn af þeim heppnu. Hann fær vítamínbætta mjölsekki til að elda graut handa nemendum sínum. Hittist þannig á að eldamennska var í fullum gangi þegar ég kom þarna ásamt mínum ferðafélögum.
Hér er Linley, sem er skrifstofustjóri hjá mér, að sýna listir sínar með þvöruna. Ég held reyndar að Þvörusleikir hefði tapað sér yfir þvörunum sem þarna voru.
Potturinn er engin smásmíði. Ég man nú ekki lítratöluna, en í pottinn er notaður einn 50 kílógramma poki af mjöli. Svo er fyllt um með vatni. Þrír aðrir pottar sjást fyrir aftan, allir fullir af graut. Þessir fjórir pottar duga til að elda graut fyrir 1.200 skólakrakka. Hver krakki fær einn skammt í lítið drykkjarmál. Skólaárið hér er nýhafið og sagði skólastjórinn mér frá vandamáli sem hann stendur núna frammi fyrir, en það er að um 1.500 börn í skólann. Aukning um 300 frá því á síðasta skólaári. Því vantar einn pott í viðbót.
Ég spurði hvort ég mætti smakka á grautnum. Var hlaupið upp til handa og fóta til að finna ílát fyrir mig, og að lokum tókst að finna skeið. Eldabuskurnar glottu nú út í annað, sýndist mér, yfir þessum útlendingi, sem vildi smakka grautinn.
Verður að segjast að grauturinn var frekar bragðdaufur. En saðsamur þó, og dugar örugglega börnunum eitthvað fram eftir degi.
Staðreynd er að í landi eins og Malaví trekkir svona grautur að. Krakkarnir mæta í skólann, því þau vita að þau fá mat. Heima hjá þeim er kannski engan eða lítinn mat að fá. Skólastjórinn sagði mér að margir krakkanna labba framhjá mötuneytinu þegar þau mæta í skólann til að sjá hvort grautur verði eldaður þann daginn. Ef þeim sýnist ekki, þá snúa þau við og skrópa. Þar til grautur kemur næst.
Sorglegt.
Meðal annars skoðaði ég mötuneytið í einum skólanna. Þessi skóli er einn af þeim heppnu. Hann fær vítamínbætta mjölsekki til að elda graut handa nemendum sínum. Hittist þannig á að eldamennska var í fullum gangi þegar ég kom þarna ásamt mínum ferðafélögum.
Hér er Linley, sem er skrifstofustjóri hjá mér, að sýna listir sínar með þvöruna. Ég held reyndar að Þvörusleikir hefði tapað sér yfir þvörunum sem þarna voru.
Potturinn er engin smásmíði. Ég man nú ekki lítratöluna, en í pottinn er notaður einn 50 kílógramma poki af mjöli. Svo er fyllt um með vatni. Þrír aðrir pottar sjást fyrir aftan, allir fullir af graut. Þessir fjórir pottar duga til að elda graut fyrir 1.200 skólakrakka. Hver krakki fær einn skammt í lítið drykkjarmál. Skólaárið hér er nýhafið og sagði skólastjórinn mér frá vandamáli sem hann stendur núna frammi fyrir, en það er að um 1.500 börn í skólann. Aukning um 300 frá því á síðasta skólaári. Því vantar einn pott í viðbót.
Ég spurði hvort ég mætti smakka á grautnum. Var hlaupið upp til handa og fóta til að finna ílát fyrir mig, og að lokum tókst að finna skeið. Eldabuskurnar glottu nú út í annað, sýndist mér, yfir þessum útlendingi, sem vildi smakka grautinn.
Verður að segjast að grauturinn var frekar bragðdaufur. En saðsamur þó, og dugar örugglega börnunum eitthvað fram eftir degi.
Staðreynd er að í landi eins og Malaví trekkir svona grautur að. Krakkarnir mæta í skólann, því þau vita að þau fá mat. Heima hjá þeim er kannski engan eða lítinn mat að fá. Skólastjórinn sagði mér að margir krakkanna labba framhjá mötuneytinu þegar þau mæta í skólann til að sjá hvort grautur verði eldaður þann daginn. Ef þeim sýnist ekki, þá snúa þau við og skrópa. Þar til grautur kemur næst.
Sorglegt.
8. október 2012
Á leið í hundana
Hér snýst lífið meira og minna um hundana nýju. Þeir hoppa og skoppa út um allt, öllum reyndar til mikillar gleði og kátínu. Meira að segja gamla Labrador-tíkin virðist hafa hressts mikið við þessa viðbót í fjölskylduna.
Mikið gengur á þegar kemur að matargjöf. Ekki er hundunum tamt að bíða, sérstaklega ekki þessum yngri. Því er stundum handagangur í öskjunni á matmálstímum.
Ég náði nokkrum myndum um síðustu helgi af Rúnari Atla að gefa hundunum brauð.
En, á laugardagskvöldið var mér rækilega gerð grein fyrir hvar í goggunarröðinni ég er í þessari fjöldskyldu.
Við grilluðum þetta kvöld, sem er nú ekki í frásögur færandi. Nautasneiðar einhvers lags og búapylsa. Eins og oft vill verða var keypt meira en þurfti. Frúnni datt í hug að gefa hundunum smákjötbita.
Heyrðu, þeir alveg trompuðust af gleði. Ekki síst Bounty, sú hvolpafulla. Hámaði í sig nautakjöt og pylsu.
Skömmu seinna lenti ég í áfallinu. Frúin var að ganga frá afgöngunum og sagði:
„Villi minn, þú og tíkin skiptið kjötinu svo á milli ykkar!“
Úbbs - þungt högg neðan beltisstaðs, þótti mér.
En þá er víst búið að setja mig á minn stað.
Mikið gengur á þegar kemur að matargjöf. Ekki er hundunum tamt að bíða, sérstaklega ekki þessum yngri. Því er stundum handagangur í öskjunni á matmálstímum.
Ég náði nokkrum myndum um síðustu helgi af Rúnari Atla að gefa hundunum brauð.
![]() |
Alltaf þarf Ríkó að troðast |
Alltaf þarf Ríkó að troðast fram fyrir. Damen er først hvað? Ekkert svoleiðis í hundaríkinu.
En loksins fékk svo sú hvolpafulla sinn skammt.
Þolinmæði þrautir vinnur allar, segir máltækið. Snúlla, gamla tíkin, er nokkuð þolinmóð. Hún bara bíður og veit að hennar tími mun koma. Sem hann og gerði.
En eitthvað var nú tekinn að kárna leikurinn. A.m.k. að áliti Rúnars Atla. „Setjast!“ skipaði hann ábúðarfullur. Sú gamla hlýddi eins og skot, en ungviðið var svolítið óþekkara.
Seinna um daginn rakst ég á sprelligosana tvo innanhúss. Ríkó meira að segja hafði karate-gaurinn undir!
Mikið líf og fjör. Annað er ekki hægt að segja.
En, á laugardagskvöldið var mér rækilega gerð grein fyrir hvar í goggunarröðinni ég er í þessari fjöldskyldu.
Við grilluðum þetta kvöld, sem er nú ekki í frásögur færandi. Nautasneiðar einhvers lags og búapylsa. Eins og oft vill verða var keypt meira en þurfti. Frúnni datt í hug að gefa hundunum smákjötbita.
Heyrðu, þeir alveg trompuðust af gleði. Ekki síst Bounty, sú hvolpafulla. Hámaði í sig nautakjöt og pylsu.
Skömmu seinna lenti ég í áfallinu. Frúin var að ganga frá afgöngunum og sagði:
„Villi minn, þú og tíkin skiptið kjötinu svo á milli ykkar!“
Úbbs - þungt högg neðan beltisstaðs, þótti mér.
En þá er víst búið að setja mig á minn stað.
29. september 2012
Boltaleikur
Rúnar Atli mætir á fótboltaæfingar á laugardagsmorgnum. Æfingarnar byrja klukkan níu fyrir hádegi og eru þá búnar áður en verður of heitt.
Í morgun var lítið mót í gangi. Tveir aðrir skólar mættu á svæðið og voru spilaðir nokkrir stuttir leikir. Gamanið bara í fyrirrúmi.
Rúnar Atli spilaði í marki að þessu sinni og stóð sig vel. Einn leikurinn tapaðist reyndar með fimm marka mun, en sá stutti bjargaði a.m.k. sjö sinnum á góðan hátt. Bjargaði því sínum mönnum frá niðurlægingu.
Hér er smásyrpa af honum að spyrna boltanum frá marki. Góður galli, íslensku landsliðssokkarnir, Leiknisbuxur og ManUtd-buff. Hummel skór, en þeir eru fáséðir hér.
Í morgun var lítið mót í gangi. Tveir aðrir skólar mættu á svæðið og voru spilaðir nokkrir stuttir leikir. Gamanið bara í fyrirrúmi.
Rúnar Atli spilaði í marki að þessu sinni og stóð sig vel. Einn leikurinn tapaðist reyndar með fimm marka mun, en sá stutti bjargaði a.m.k. sjö sinnum á góðan hátt. Bjargaði því sínum mönnum frá niðurlægingu.
Hér er smásyrpa af honum að spyrna boltanum frá marki. Góður galli, íslensku landsliðssokkarnir, Leiknisbuxur og ManUtd-buff. Hummel skór, en þeir eru fáséðir hér.
15. september 2012
Ný græja
Gulla er græjugella innst inni. Hún vildi ekki viðurkenna það á árum áður, en er núna komin úr skápnum með þetta.
Í dag minntist ég á við hana að ég hefði séð hamborgarapressu í búð einni hér í Lílongve. Skemmst er frá að segja að klukkustund síðar var frúin búin að eignast græjuna.
Þetta var líka síðasta eintakið í búðinni, svo nauðsynlegt var að bregðast snöggt við...
En þetta er græjan:
Flott tæki verður að viðurkennast.
Fyrir einhverja undarlega tilviljun stóð til að grilla hamborgara í kvöldmatinn.
Þeir tókust að sjálfsögðu frábærlega vel.
Nú er bara að fara að búa til sitt eigið hakk. Í sumar þegar ég átti leið um Jóhannesarborg, keypti ég hakkara til að festa á Kitchenaid hrærivélina okkar, en við höfum ekki enn prófað að hakka kjöt.
Nú er komið tilefni til þess.
Í dag minntist ég á við hana að ég hefði séð hamborgarapressu í búð einni hér í Lílongve. Skemmst er frá að segja að klukkustund síðar var frúin búin að eignast græjuna.
Þetta var líka síðasta eintakið í búðinni, svo nauðsynlegt var að bregðast snöggt við...
En þetta er græjan:
Flott tæki verður að viðurkennast.
Fyrir einhverja undarlega tilviljun stóð til að grilla hamborgara í kvöldmatinn.
Þeir tókust að sjálfsögðu frábærlega vel.
Nú er bara að fara að búa til sitt eigið hakk. Í sumar þegar ég átti leið um Jóhannesarborg, keypti ég hakkara til að festa á Kitchenaid hrærivélina okkar, en við höfum ekki enn prófað að hakka kjöt.
Nú er komið tilefni til þess.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...

-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Eftir rúman sólarhring í Amsterdam þá er helst tvennt sem mér finnst einkenna borgina. Annars vegar síkin, sem liggja í sívaxandi hálfhring...