12. janúar 2013

Tvö yfir móðuna miklu

Þær voru ekki skemmtilegar fyrstu fréttir sem okkur bárust eftir að koma heim til Lílongve. Tveir af hvolpunum okkar fjórum höfðu nefnilega dáið. Já, hann Depill og hún Prinsessa.

Reyndar var erfitt að skilja frásögn vinnufólksins, þ.a. eitt af fyrstu verkum okkar Rúnars Atla var að fara til dýralæknisins, því ein útgáfa sögunnar var að Prinsessa lægi þar veik. En, því miður var það ekki rétt. Hins vegar var sagan enn óskýr, því dýralæknirinn sem við hittum hafði ekki haft með hvolpana okkar að gera.

Svo í dag fórum við aftur til dýralæknisins og hittum lækninn sem stóð í þessu stússi. Sagan var víst þannig að fyrir jól þá fer einn hvolpur inn með einhverja sýkingu. Flóki. Hann fékk aðhlynningu og náði sér. Svo eftir áramótin er farið með tvo til dýralæknisins, Prinsessu og Bjart. Bjartur náði sér, en ekki Prinsessa. Einhvern tímann í millitíðinni deyr svo Depill. Líklega hefur verið farið með Prinsessu og Bjart til dýralæknis eftir að Depill deyr.

Verst var að vita þetta ekki áður en við komum heim, því Rúnar Atli stuðaðist auðvitað svolítið yfir þessu öllu saman.

En, þeir tveir sem eftir eru, Bjartur og Flóki, virðast hressir.

Það er þó bót í máli.

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...